14.10.2016 | 15:16
Straumhvörf í íslenskri vinstristefnu
Alþýðufylkingin er komin inn á kortið sem raunhæfur valkostur, sem ekki er hægt að líta framhjá nema með einbeittum vilja. Hér er kominn flokkur sem annars vegar er til vinstri án þess að skammast sín fyrir það, og hins vegar meinar það sem hann segir. Þegar við segjum að við viljum ekki ganga í ESB, meinum við ekki að við "teljum hagsmunum okkar betur borgið" utan þess, heldur meinum við að við erum fortakslausir andstæðingar ESB-aðildar og munum beita okkur gegn henni af alefli.
Við erum líka með raunhæfa stefnu sem er ekki í þversögn við sjálfa sig heldur í rökrænu innra samhengi. Sjálf stefnuskráin okkar er stutta útgáfan. Og fyrir þá sem vilja vita nánar hvað við meinum og hvernig við ætlum að fara að þessu, er kosningastefnuskráin: 4 ára áætlun Alþýðufylkingarinnar 2016-2020, mun ítarlegra plagg, sem skýrir það rækilega.
Alþýðufylkingin veit hvað hún vill, veit hvert hún stefnir og hún veit hvaða krafta þarf til að framkvæma stefnuna: Það eru kraftar fjöldabaráttunnar, samtakakraftur fólksins í landinu. Við segjum ykkur ekki að við munum gera þetta allt fyrir ykkur bara ef við komumst inn á þing. Nei: Fólkið í landinu þarf að taka slaginn. Við verðum í þeim slag, hvort sem við verðum innan eða utan Alþingis.
Guðmundur leiðir í Suðvestur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og nú er að sjá hvort alþýðan vill Alþýðufylkinguna.
Wilhelm Emilsson, 14.10.2016 kl. 16:53
Komin er af austri flokkur, raunhæfur kostur, sem engin þarf að skammast sín fyrir, segir ærlegur Véstein Valgarðsson um valkosti í aðdraganda kosninga sem nú eiga að fara fram á vitlausum tíma að boði vitringa í Sjálfstæðisflokki, sem láta sér það best líka sem aðrir segja, án möglunar.
Mögulega er þetta vegna átaka innan Framsóknarflokksins, sem einhvern langar til að lempa sér til gagns, en hvern varðar um þær stimpingar flokks sem er í raun og veru vinstri flokkur, eins og flokkur Vésteins sem allt í einu fékk bara aðeins ofan við miðju formann, sem náði að verða forsætisráðherra og gerði gagn.
En um leið og á honum fannst höggstaður, þá var Sigurður Ingi tilbúin með allt herfið aftan í tilbúin að slétta framsóknar akurinn.
Það er sitthvað að gera mistök eða gera ekki neitt.
Hvergi hefur komið fram svo ég viti að Sigmundur Davíð hafi brotið lög, en núverandi forsætisráðherra segir, snáfaðu á burt,það er ég kann að draga herfi austur í flóa en ekki þú.
Hrólfur Þ Hraundal, 15.10.2016 kl. 02:41
Skárri er Alþýðufylking Þorsteins Bergssonar í NA en Steingrímur J., en sósíalismi þó úrelt stefna.
Jón Valur Jensson, 15.10.2016 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.