Mismunun

Framboðum til Alþingis í haust er ítrekað mismunað við fundahöld og í fjölmiðlum. Það er mismunandi hvar geðþóttamörkin eru dregin, við 3% eða við 5% í skoðanakönnunum eða við framboð um allt land. Auðvitað eiga allir að sitja við sama borð. Mismununin er ólýðræðisleg. Hún styrkir þá stærstu en veikir þá minnstu.


mbl.is Í beinni: Hver bakar þjóðarkökuna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sama tilhneiging var til staðar í aðdraganda forsetakosninga í vor.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2016 kl. 18:16

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Líka fyrir forsetakosningarnar 2012. Þetta er plagsiður. Vondur plagsiður.

Vésteinn Valgarðsson, 18.10.2016 kl. 21:34

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Vésteinn. Vissulega eru skoðanakannanir fjölmiðla það óskiljanlegasta sem ég hef séð, í sambandi við hið svokallaða "lýðræði" alþingiskosninga og fleiri kosninga hér á skerinu. Pólitískar fjölmiðla-skoðanakannanir í leynilegum kosningum, og ólöglegir blýants-krossar?

Það er alveg óverjandi.

Og undarlegt að slík óverjandi verkferlavinnubrögð séu liðin í leynilegum lýðræðiskosningum í fullvalda sjálfstæðu lýðveldis-þjóðríki?

Ég á það ekki skilið að vera treyst fyrir að taka þátt í lýðræðislegum kosningum, ef ég mynda mér ekki mína eigin skoðun án áhrifa frá áróðurs-skoðanakönnunum pólitískra áróðursfjölmiðla.

Lýðræðisins skoðanafrelsis-kosningum fylgir sú ábyrgð, að kjósa samkvæmt eigin upplýstu sannfæringarskoðun. Og alls ekki kjósa eftir pólitískra fjölmiðla-súluritanna áróðurheilaþvotta-"fréttum".

Ef ég hef ekki meira sjálfstætt kosninga-skoðanavit/frelsi en svo, að ég láti stjórnast af slíkum ólöglegum skoðanamyndandi fjölmiðlaáróðri í leynilegum alþingiskosningum, þá ætti ég frekar að skila auðum kjörseðli, heldur en að setja útstrokan-legan, og þar með ólöglegan blýantskross við einhvern flokks-bókstaf.

Lýðræðislegum kosningum fylgir sjálfstæð skoðanaábyrgð á löglegu kosningaplaggi. Blýants-kross og fjölmiðlaheilaþvottur pólitískra sérhagsmuna, er ekki lögleg kosning í siðmenntuðum og eftirlitsvönduðum traustum kosningum.

Flóknara er það víst ekki að taka sjálfsábyrgð á löglega og lýðræðislega sannleikans vel upplýsta skoðana-atkvæðinu sínu.

Fjölmiðlar bera ábyrgð á því sem frá þeim fer, og á að vera ó-pólitísk og v0nduð upplýsingamiðlun, ef á að vera mark á þeim fjölmiðlum takandi!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.10.2016 kl. 22:03

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

...vönduð upplýsingamiðlun.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.10.2016 kl. 22:08

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Tek undir hvert orð. Allir sem bjóða fram, eiga að fá sama tíma og umfang í umfjöllun fjölmiðla. Er ekki par hrifinn af öllum frambjóðendum, en það er algerlega óþolandi að flokkar og frambjóðendur sitji ekki við sama borð, algerlega óháð einhverjum andskotans skoðanakönnunum. Afsakaðu orðbragðið síðuhafi góður, en þetta er hróplegt óréttlæti, hvernig sem á það er litið.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 19.10.2016 kl. 02:33

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tek undir þetta - það er óþolandi að fjölmiðlar mismuni framboðum.  Mbl.is er td að fara af stað með málefnakynningu, nokkuð vandaða að mér sýnist, en sniðgengur þau framboð sem ná ekki lágmarkinu 5% í skoðanakönnunum.
Hvers konar vinnubrögð eru það eiginlega?

Kolbrún Hilmars, 19.10.2016 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband