Benedikt lætur eins og Alþýðufylkingin sé ekki til

Bene­dikt Jó­hann­es­son ... sagði aðra flokka setja fram kosn­ingalof­orð sem kosti allt frá 100 til 200 millj­arða án þess að tala sér­sta­kega um fjár­mögn­un. Mark­miðið Viðreisn­ar væri að lífs­kjör á Íslandi yrðu sam­bæri­leg við ná­granna­lönd­in og til þess yrði að lækka vaxta­kostnað.

Alþýðufylkingin hefur háleit markmið fyrir komandi kjörtímabil. Ég gef mér að Benedikt, og margir aðrir muni telja kosningastefnuskrá okkar með í kategóríunni "kosningaloforð", þótt hún sé reyndar frekar samhengi baráttumarkmiða fyrir kjörtímabilið, sem við munum ekki uppfylla fyrir fólk heldur taka þátt í að berjast fyrir.

En okkar markmið fela í sér geysilega mikla uppbyggingu á innvðum samfélagsins, þar sem segja má að ekkert sé til sparað. En ólíkt svo mörgum höfum við einfalt svar við því, hvaðan peningarnir eiga að koma: frá fjármálaauðvaldinu. Á meðan bankakerfið tekur sér arð sem minnir helst á fjárlög íslenska ríkisins, þá skal enginn segja mér að það séu ekki til nógir peningar í þessu landi.

Félagsvætt fjármálakerfi býður fjármálaþjónustu án vaxta. Það getur gert það vegna þess að það er ekki sjálft fjármagnað með lánsfé, heldur er það fjármagnað með samfélagslegu eiginfé. Með öðrum orðum: Í stað þess að leigja peninga, þá skiptumst við á um að nota þá. Sparnaðurinn dugar til að margborga allar þær umbætur sem þörf er á.

Þau tala um að lækka vaxtakostnað. Sá sem styður það ætti frekar að kjósa Alþýðufylkinguna. Hún vill útrýma vaxtakostnaði.

 


mbl.is Viðreisn sýnir spilin fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Enda lítil von að hún lifi framyfir kosningar............

Jóhann Elíasson, 23.10.2016 kl. 18:22

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Hvað meinarðu?

Vésteinn Valgarðsson, 23.10.2016 kl. 18:26

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er nákvæmlega engin hætta á því að Alþýðufylkingin drepist eftir kosningar. Öfugt við aðra flokka sem eru háðir ríkisstyrkjum.

Vésteinn Valgarðsson, 23.10.2016 kl. 20:14

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í allri lánastarfsemi eru afföll. Vaxtalaus opinber lánastarfsemi er í engu ólík skattlagningu og er í raun bein skattlagning, því eins og þú spyrð: hvaðan eiga peningarnir að koma? Hver á að reka og og greiða þeim laun, sem reka og vinna við þá starfsemi?  

Að auki er þarna um mismunun að ræða, þar sem einum hópi eru gefin fríðindi umfram aðra.

Erlendir vogunarsjóðir og lífeyrissjóðir eru nú að kaupa upp allar lausar fasteignir í landinu og fólk er knúi til þess að leigja, frekar en að kaupa. Til að breyta þessu þarf að byggja og ef hinn frjálsi markaður á að byggja, þá mun húsnæðisverð rjúka upp úr öllu valdi við það að fríir peningar koma inn á markaðinn. Peningaöflin græða, fólkið tapar. Þeir sem verða fyrir skakkaföllum og geta ekki greitt afborganir verða bornir út eftir sem áður og eigendur íbúðanna ( þeir sem byggja þær) taka þær aftur sem veð.

Ef þú vilt halda einkageiranum frá því að byggja og ætlast til að ríkið sjái um það líka, þá ertu kominn út í hreinan sovetkommunisma eða svipaða niðurlægingu og Grænlendingar búa við, þar sem innfæddir eiga ekki húsin sin, heldur búa í ríkisblokkum eða 60fm kofaskríflum fyrir málamyndaleigu sem niðurtroðnir þegnar nýlenduveldisins, rúnir sjálfsvirðingu, tilgangi og áhuga til að stefna til stærri markmiða í lífsgæðum en að merja það frá degi til dag og lifa frá hendi til munns.

Þessi útópía ykkar segir mér að þið hafið ekki alveg hugsað þessa hluti til enda. Þið ætlið ykkur að skattleggja að horriminni og koma í veg fyrir alla ávöxtun í ríkissjóði, þar sem eigið fé brennur upp í alþjóðlegu hagkerfi sem þenst um nokkur prósent á ári. Hagkerfi sem miðar að og berst við að auka framleiðni og ávöxtun til að auka lífsgæði og eiga fyrir þjónustu við vaxandi fjölda borgara. Hagkerfi sem merja það frá ári til ars að halda visðskiptajöfnuði við umheiminn og samkeppnishæfni. 

Það sem þið eruð að leggja til er einfaldlega stysta og áhrifaríkasta leiðin til að rústa litlu hagkerfi. Skiljanlega ef stefnan er hreinræktaður sósíalismi þar sem alræði öreiganna leggur þær skyldur á fölk að vera allir öreigar jafnt til að vera gjaldgengir í slíku samfélagi.

Ég kom oft austurfyrir járntjald fyrir fall múrsins. Ég hef séð afleiðingarnar með eigin augum. Nei takk fyrir mig.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2016 kl. 20:47

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lausn í áttina út úr ógöngum væri samfélagsbanki með alla þjöðina sem hluthafa og strangar reglur um einstakt eignarhaæd. Þ.e. að enginn geti keypt hlut af öðrum eða erft nema að 3%. Þannig geta menn ekki keypt upp einstaklingshluti og safnað valdi eða atkvæðisrétti.  Þjóðkjörin stjórn í bankann með netkosningu sem róterar á 2ja ára fresti.

Þessi banki gæti haft það að markmiði að halda vöxtum í lágmarki til að standa undir rekstri og lágmarksávöxtun án þjónustugjalda. Vandinn er bara sá að ef vextir eru lágir á útlánum, þá verða þeir að vera það að sama skapi fyrir spanað og innlán. Kannski fýsir færri sú staðreynd. Þetta gæti verið erfitt því okkur eru settar skorður í EES að fara í opinbera samkeppni við einkarekna banka. (Sem var grunnur Kaupþings í málsókn um að fella niður íbúðarlánasjóð, þar sem hann var og er í ólöglegri samkeppni rikis við einkarekna bankaþjónustu, slík kálsókn er enn möguleg)

Það má ganga út frá því að banki sem rekinn er með lítilli sem enginni ávöxtun á sparifé, reki sig á sparífénu og það brennur upp í réttu hlutfalli við þenslu í helstu viðskiptalöndum. Við búum ekki í loftbólu óháðri umheiminum í fjármálum. Banki sem byggir á litilli eða neikvæðri ávöxtun hvetur ekki til sparnaðar og lamar samfélagið gegn sveiflum. Fólk mun eyða fremur en spara og reka líf sitt á lánum og kortaviðskiptum. Svona banki gæti raunar ekki boðið upp á kortaviðskipti, sem háð eru stóru alþjóðlegu kortafyrirtækjunum. Kannski kort sem enginn tæki nema kaupmaðurinn á horninu, heima á íslandi, en annarstaðar ekki.

Ég held þið þurfið alvarlega að hugsa þetta markmið ykkar til enda með einhvern fjármálasérfræðing við hlið. Á meðan er þetta eina atrið það ábyrgðarlausasta og vitlausasta markmið og loforð sem komið hefur upp í kosningabaráttu fyrr og síðar og gengisfellir ykkur niður í ekkert. Nokkuð sem þið ættuð að vera farin að skilja á fylgistölum. Að ganga út frá því að folk sé fífl, er ekki gott veganesti í kosningabaráttu.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2016 kl. 21:07

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Í fyrsta lagi eru minni afföll ef afborganir eru lægri, því þá eru þær ólíklegri til að setja fólk á hausinn. Í öðru lagi: Auðvitað tapast á sumu, kerfið þarf að vera hannað til að mæta því. Ætti að rekast á núlli eða þar um bil. Það koma ekki "fríir" peningar inn á markaðinn, fólk á að geta fengið lán sem dugar u.þ.b. fyrir hóflegu húsnæði. Aðrir bankar og EES geta étið það sem úti frýs.

Vésteinn Valgarðsson, 23.10.2016 kl. 22:30

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við erum í EES. Það ætti því að vera forgangsatriði hjá ykkur að segja okkur úr því. Það er aftur á móti í grunninn bandalag umm tollfríðindi, svo þú mátt reikna með hækkuðu vöruverði ef svo verður.

Þessar hugmyndir ykkar eru meira í ætt við og neysluhyggju en nokkuð annað. Ef  engin ávöxt

un er af lánum, þá er engin áöxtun af sparnaði. Enginn hvati til aðhalds í fjármálum. Þeir sem beilaðir voru út úr stökkbreyttum lánum her um árið báru alla ábyrgð á lantökunni. Samt er talað um skuldara eins og fórnarlömb. Að kaupa eitthvað sem þú hefðir ella aldrei haft efni á á greiðsludreifingu, korti eða álíka er nákvæmlega sama fyrirbrigðið og húsnæðislán. Þeir sem minnsta fyrirhyggju sýna verða verst úti þegar sveiflan er í óhagstæða átt. 

Þetta er óraunhæf frekjupólitík og óraunsæ neysluhyggja að ætlast til að fá peninga án ábyrgðar. Ástæða hárra stýrivaxta er einmitt vegna þessa landlæga ábyrgðarleysis, fyrirhyggjuleysis og óraunsæis íslenskra neytenda.

Þið glatið því litla fylgi sem þið hafið ef þið sýnið ekki agaðri og jarðbundnari málflutning. 

Ekki gleyma því að við erum rikið og í svona eignatilfærslum erum við bara að flytja penimga úr vasa eins til annars. Kommúnismi er vísasta leiðin til að taka allan vilja frá fólki til að leggja eitthvað á sig. Visasta leiðin til að drepa hvata til hagvaxtar, því fólk leggur ekkert auka á sig ef það hefur engan tilgang eða bætir hag þeirra. Þú veist að það er komin blóðug reynsla af þessu. 

Jón Steinar Ragnarsson, 24.10.2016 kl. 13:46

8 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Við mundum vilja endurskoða EES-samninginn frá grunni. Viðskipti viljum við eiga, en viljum ekki borga fyrir þau með fullveldinu eða með lýðræðinu í landinu.

Örfá ríkustu prósentin eiga í dag næstum allt sem er inni á íslenskum bankabókum. Ég hef ekki áhyggjur af afkomu þeirra.

Ef hér er rekin séreignarstefna með verðtryggðum lánum á vöxtum þýðir að allur almenningur verður mjög skuldsettur, margir lifa það jafnvel ekki að borga skuldir sínar. Þetta er samfélagsmein miklu frekar en einstaklingsbundið, þótt stöku fólk hafi valið aðra leið.

Það eru mannréttindi að eiga öruggt það yfir höfuðið, ekki frekja. Frekjan er að fólk þurfi að borga okurverð fyrir það. En lausnin er líka til: félagsvæðing. 

Vésteinn Valgarðsson, 24.10.2016 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband