29.10.2016 | 11:58
Þess vegna eigið þið að kjósa Alþýðufylkinguna
Alþýðufylkingin boðar jöfnuð og félagslegt réttlæti, fullveldi og velferð og hefur skýra sýn á hvernig þessum markmiðum verði náð: Með félagsvæðingu. Með því að félagsvæða fjármálakerfið (banka, lífeyrissjóði og tryggingafélög) og reka það sem samfélagslega þjónustu en ekki í gróðaskyni, getum við sem samfélag sleppt því að borga nokkur hundruð milljarða á ári í vexti. Og með því að félagsvæða aðra innviði samfélagsins, þannig að enginn geti makað krókinn með dýrum einkarekstri sem ríkið borgar að mestu fyrir, getum við nýtt peningana betur í velferð, í heilbrigðisþjónustu, í sjálf markmiðin með innviðunum.
En þetta er ekki allt: Þessi markmið munu því aðeins nást, að fólkið í landinu berjist fyrir þeim með virkum hætti. Við verðum í þeirri baráttu, hvort sem við verðum innan eða utan Alþingis. Við eigum ekki að trúa stjórnmálamönnum sem lofa okkur öllu fögru, að gera allt fyrir okkur. Það er ekki hægt að stytta sér leið. Framfarir kosta baráttu. Þá baráttu boðum við.
Þið eigið ekki bara að kjósa Alþýðufylkinguna, það er góð byrjun en ekki nóg. Þið eigið að ganga til liðs við hana og gera ykkur gildandi í baráttunni fyrir framtíð okkar allra.
Vsteinn Valgarðsson
varaformaður Alþýðufylkingarinnar
(Þessi pistill hefur áður birst í DV.)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.