18.11.2016 | 12:39
DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
Ég tilkynni stoltur að DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju hefur verið samþykkt og skráð hjá yfirvöldum sem lífsskoðunarfélag. Það þýðir að fólk sem aðhyllist díalektíska efnishyggju á sitt eigið félag, sinn eigin vettvang, til að ræða og stunda lífsskoðun sína og framkvæma sínar eigin athafnir og til að taka við sínum eigin sóknargjöldum og ráðstafa þeim í samræmi við sína eigin lífsskoðun.
Ef þú aðhyllist díalektíska efnishyggju hvet ég þig til að skrá þig strax í félagið. Langeinfaldasta leiðin til þess er að fara á Ísland.is, skrá sig þar inn með kennitölu og íslykli, fara í "trúfélagsskráningu" og velja þar af lista: "Díamat". Það þarf ekki að taka meira en mínútu og þá eruð þið skráð hjá Þjóðskrá í flottasta lífsskoðunarfélagið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Skoðið þetta
- Aðalblogg mitt Blogspot-bloggið sem ég lít á sem aðalbloggið mitt
- Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin
- DíaMat DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
- Rauður vettvangur Hugmyndafræðileg móðurstöð íslenskra marxista
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- Friðarvefurinn Samtök hernaðarandstæinga
- Vantrú Vantrú
- SFR SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 129891
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- ak72
- almal
- andreaolafs
- annabjo
- arikuld
- sjalfbodaaron
- skarfur
- arh
- astan
- asthildurcesil
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjorndarri
- bjorn-geir
- binntho
- bumba
- bus
- austurlandaegill
- eignaupptaka
- einaraxel
- einarbb
- einarolafsson
- elfarlogi
- esbogalmannahagur
- eythora
- fsfi
- folkerfifl
- vidhorf
- hleskogar
- frussukusk
- bofs
- gik
- gurrihar
- gullvagninn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- palestinufarar
- haukurmh
- skinkuorgel
- skessa
- thjodviljinn
- odin
- hedinnb
- hildurhelgas
- himmalingur
- hjaltirunar
- gorgeir
- hjorleifurg
- hlynurh
- kulan
- isleifure
- kreppan
- jenfo
- jensgud
- svartur
- johannbj
- jg
- joiragnars
- johannpall
- islandsfengur
- jonbjarnason
- snjokall
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- julli
- bisowich
- askja
- kiza
- kreppukallinn
- andmenning
- krizziuz
- larahanna
- vistarband
- maggadora
- marinogn
- mariakr
- mortenl
- rust
- nytt-lydveldi
- omnivore
- veffari
- huldumenn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- hafstein
- proletariat
- rafng
- raksig
- fredrik
- raudurvettvangur
- undirborginni
- runarsv
- salmann
- fullvalda
- bjornbondi99
- safi
- siggi-hrellir
- siggith
- zunzilla
- sindri79
- stefans
- ses
- styrmirr
- svanurmd
- stormsker
- ace
- tilkynning
- zerogirl
- torfis
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- belladis
- vantru
- vilhjalmurarnason
- kuba
- yousef
- thjodarheidur
- hallormur
- thorrialmennings
- vivaldi
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorgnyr
- thorsaari
- oernolafs
Athugasemdir
Marxisminn þá endanlega orðinn að staðfestri trúarstefnu! Verða svo reyktar ópíumpípur á fundum?
Jón Valur Jensson, 18.11.2016 kl. 17:30
Sæll Vésteinn.
Nú verður fróðlegt að sjá hvað sprettur
upp úr þessum urtagarði rökfræði og mælskulistar.
Man ég það ekki rétt að eitt af fyrstu ef ekki fyrsta rit
Marx hafi verið helgað Jóhannesarguðspjalli og
útleggingu þess?
Til hamingju með félagið!
Húsari. (IP-tala skráð) 18.11.2016 kl. 17:54
Ef Jón Valur býður félagsmönnum upp á ópíum og Vésteinn býður upp á díalektíska efnishyggju þá gæti vel verið að ég skrái mig í félagið. Trúarbrögð eru ópíum fólksins. Marxismi er morfín menntamanna.
Wilhelm Emilsson, 18.11.2016 kl. 21:04
Nei, ég hef ekkert ópíum, en hugsaði þarna einmitt til þessara frægu marxísku ummæla, að trúarbrögðin væru "ópíum fólksins".
Og nú hafa Vésteinn & Co. skráð Marxismann sem nýjustu trúarbrögðin, þannig að hann er að eigin sögn kominn í ópíumdeildina!
Jón Valur Jensson, 19.11.2016 kl. 02:38
Mæli frekar með Zuistum. Sóknargjöld á fólk sem tilheyrir ekki neinu trúfélagi er auka skattgreiðsla fyrir það fólk. Zuistar endurgreiða þennan skatt . Í mínu tilfelli verður þessi endurgreiðsla gefin til félags langveikra barna. Það er rétt hjá jóni Val að trúarbrögð eru ópíum fólksins.
Jósef Smári Ásmundsson, 19.11.2016 kl. 09:02
Það sagði ég aldrei.
Jón Valur Jensson, 19.11.2016 kl. 10:02
Nei, að sjálfsögðu var þetta bara kaldhæðni. En mundu það að maður á alltaf að bera virðingu fyrir lífsskoðunum annarra.
Jósef Smári Ásmundsson, 19.11.2016 kl. 11:08
Það er til ein rétt trú og lífsafstaða - trúin á Jesú Krist. Hann er Vegurinn, Sannleikurinn og Lífið. Athugið, öll fyrirbærin eru í eintölu, sem þýðir að það er einn vegur, einn sannleikur og eitt líf.
Allt annað steikir bara heilann í fólki.
Theódór Norðkvist, 19.11.2016 kl. 12:37
Jón Valur, þú verður að eiga þitt ópíum sjálfur, við í DíaMat aðhyllumst ekki trúarbrögð.
Vésteinn Valgarðsson, 19.11.2016 kl. 19:11
Aldrei hef ég átt neitt ópíum, en er að leika mér hér að frægum eða öllu heldur alræmdum ummælum Marxista um trúarbrögðin og tek mér tilefni af því, að þinn hópur með sína úreltu díalektísku efnishyggju, beint úr smiðju Marx og fjöldamorðingjans Leníns, er nú að ykkar eigin frumkvæði skráður með trúfélögum -- jú, jú, "lífsskoðunarfélögum", en hver var þá ástæðan til að annað félag, sem þú ert í, vildi eindregið ekki skrá sig sem slíkt félag, þótt Siðmennt hins vegar gerði það? Var það ekki vegna þess að menn álitu það vafasamt að vera í hópi með trúfélögum?
Og er ekki Marxismi archaismi?
Jón Valur Jensson, 20.11.2016 kl. 02:39
Theódór, vandamálið er að þeir sem aðhyllast annan veg, hvort sem það er önnur trú eða önnur pólitísk hugmyndafræði, trúa alveg því sama og þú.
Oft finnst mér betra að tala um hugmyndafræði sem hugtak sem nær yfir bæði trúarbrögð og pólitíska hugmyndafræði. Menn geta svo spurt sig, Er þessi hugmyndafræði skynsamleg og gagnleg? Dæmi svo hver fyrir sig. Að trúa á eitthvað, hvort sem það er Jesús eða Marxismi, gefur þeim sem trúir mjög margt.
Marxismi byggir á þeirri trú, sem er á skjön við það sem nýtíma vísindi hafa kennt okkur um eðli mannsheilans, að við getum eðli manneskjunnar með því að breyta umhverfinu. Þær tilraunir sem hafa verið gerðar með því að skapa Marxiskt samfélag, tilraunir sem kostuðu milljónir manna lífið, ættu að sýna að Marxismi gengur ekki upp. En það er hægt að nota ýmislegt úr honum til að skapa réttlátara samfélag.
Allir sáttir? Sennilega ekki
Wilhelm Emilsson, 20.11.2016 kl. 06:50
Leiðrétting: "það sem nútíma vísindi hafa kennt okkur um eðli mannsheilans, að við getum breytt eðli manneskjunnar . . ."
Wilhelm Emilsson, 20.11.2016 kl. 06:52
Theódór, vandamálið er að þeir sem aðhyllast annan veg, hvort sem það er önnur trú eða önnur pólitísk hugmyndafræði, trúa alveg því sama og þú.
??????????????????
Theódór Norðkvist, 20.11.2016 kl. 11:53
Jón: DíaMat er lífsskoðunarfélag, eins og Siðmennt er lífsskoðunarfélag. Ef hitt félagið sem þú nefnir er Vantrú, þá er hún ekki lífsskoðunarfélag. Þar af leiðandi sækist hún ekki eftir því að skrá sig þannig. Skilurðu?
Wilhelm: Marxismi byggist á byltingarsinnuðum sósíalisma, pólitískri hagfræði og díalektískri efnishyggju. Hann byggir ekki á "þeirri trú" að það sé hægt að breyta eðli mannsins.
Vésteinn Valgarðsson, 20.11.2016 kl. 16:21
Skilgreining Vésteins á marxisma er rétt, sýnist mér. Þarna skilur einmitt á milli kristinnar trúar og marxisma. Kristin trú breytir manninum, fyrir trúna á Jesú Krist. Syndarar losna úr fjötrum. Marxismi og slíkar stefnur halda fólki föstu í fjötrum og herða þá ef eitthvað er.
Marxismi, kommúnismi og trúleysi er allt saman trúarbrögð, því öll fyrirbærin setja manneskjuna í hásæti Guðs. Kristin trú hafnar því og boðar aðeins einn Guð. "Ég er Drottinn Guð þinn, þú skalt ekki aðra Guði hafa."
Það geta ekki verið til tveir eða fleiri guðir, því þá er einn Guð ekki almáttugur. "Guðirnir" þurfa þá að koma sér saman. Um leið og guðirnir eru orðnir tveir, er Guð orðinn atvinnulaus.
Theódór Norðkvist, 20.11.2016 kl. 18:37
Theódór, þeir trúa því að þeirra vegur sé sá eini rétti, eins og þú. Ég vona að þetta sé skýrara núna :)
Wilhelm Emilsson, 21.11.2016 kl. 04:19
Vésteinn, ég get vitnað í Engels ef þú vilt :)
Wilhelm Emilsson, 21.11.2016 kl. 04:20
Þú mátt alveg vitna í Engels, en ég er ekki bókstafstrúarmaður ef það er það sem þú ert að gefa í skyn. En ég hef kannski tekið ónákvæmt til orða: Breyta eðli mannsins, segir þú. Ég segi: Laða fram það besta í eðli mannsins. Aðstæðurnar móta menn auðvitað. Alla daga. En þær breyta ekki eðli þeirra.
Vésteinn Valgarðsson, 22.11.2016 kl. 16:27
Takk fyrir svarið, Vésteinn.
Ef þú vilt laða fram það besta í eðli mannsins, þá erum við algerlega sammála. Og aðstæðurnar móta menn vissulega.
Þegar ég tala um að marxismi byggi á þeirri hugmynd að maðurinn hafi ekkert fyrirfram ákveðið eðli er ég að vitna í umfjöllun í hugmyndasögunni um að marxismi byggi á hugmyndinni um að mannshugurinn sé "autt blað" (tabula rasa, blank slate). Dæmi um þessa hugsun hjá Friedrich Engels má t.d. finna í ritgerðinni "Socialism: Utopian and Scientific". Hér lýsir hann "vísindalegum sósialisma:
"With the seizing of the means of production by society, production of commodidities is done away with, and, simultaneously, the mastery of the product over the producer. Anarchy in social production is replaced by systematic, definite organization. The struggle for individual existence disappears"(leturbreyting mín). Með öðrum orðum, Engels gerir ráð fyrir því að þegar samfélaginu hafi verið breytt breytist það sem samkvæmt Darwinisma er drifkraftur mannskepnunnar "lífsbaráttan."
Wilhelm Emilsson, 24.11.2016 kl. 05:39
Ég les það ekki út úr þessari tilvitnun, að það eigi að "breyta eðli mannsins" heldur að skipuleggja framleiðsluöfl þjóðfélagsins þannig að í stað þess að fólk keppi hvert við annað um lífsafkomuna, þá hjálpist það að á skipulegan hátt. Það er ekki að "breyta eðli mannsins" heldur að breyta aðstæðunum sem maðurinn býr við. Við skulum ekki gefa okkur að það sé bara eðli mannsins hvernig fólk er í kring um okkur. Eðli mannsins birtist á mismunandi hátt eftir aðstæðunum.
Vésteinn Valgarðsson, 26.11.2016 kl. 16:17
Takk fyrir svarið, Vésteinn.
Ég er alveg sammála því að "við skulum ekki gefa okkur að það sé bara eðli mannsins hvernig fólk er í kringum okkur." Samfélagsgerð laðar fram eða heftir mannseðlið.
En varðandi tabula rasa hugmyndina þá er hér meira um það máli mínu til stuðnings. Í bók sinni Philosophy and Revolution: From Kant to Marx (Verso, 2003), skrifar Stathis Kouvelakis, sem er nokkuð harður vinstri maður að því mér sýnist:
“Engels declares the proletariat to be free of religious, moral, political and even national prejudices—all of which he attributes, in the context of the mounting polarization between social classes, to the bourgeoisie alone. This is a theory of the tabula rasa; the people or race of workers provides a clean slate for the inscription of revolutionary ideas” (bls. 213; leturbreyting mín).
Wilhelm Emilsson, 28.11.2016 kl. 03:32
Já, merkileg einfeldni hjá mínum gamla Engels!
Jón Valur Jensson, 28.11.2016 kl. 10:14
Ekki þekki ég þennan Kouvelakis og ekki ætla ég að meta mat hans á Engels, hvað þá út frá samhengislausri tilvitnun. Ég sé ekki að það skipti heldur sköpum hvort Engels hélt tabula rasa fram.
Vésteinn Valgarðsson, 30.11.2016 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.