Það á ekki að selja Lyfju heldur félagsvæða hana

Íslenska ríkið á ekkert að selja Lyfju. Það á að félagsvæða hana. Reka keðju apóteka um allt land, þar sem gróðasjónarmið eru ekki breyta heldur markmiðið það eitt að bjóða lyf á hagstæðu verði. Það gæti létt róður margra sem hafa mikil lyfjaútgjöld en litlar tekjur. Fyrir utan þann samfélagslega sparnað að fleiri gætu bæði haft efni á lyfjum og mat.
 
Ef kosningabarátta Alþýðufylkingarinnar skilar því að ég fái eitthvað um þetta að segja, þá verður þessu söluferli slitið.

mbl.is Kviku væntanlega falið að selja Lyfju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað með bankana?

Guðmundur Ásgeirsson, 5.10.2017 kl. 14:47

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvar hefur þú eiginlega haldið þig????  Veistu ekki að fjármákerfi Ráðstjórnarríkjanna HRUNDI árið 1991?????

Jóhann Elíasson, 5.10.2017 kl. 16:01

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Heilbrigð samkeppni er leiðin til að lækka verð, ekki ríkisrekstur sem leiðir til þess eins að fyrirtækin fyllast af gæðingum vinstrisinnaðra stjórnmálamanna sem þurfa að koma félögum sínum á jötuna í skiptum fyrir greiða. Slíkt endar ávallt með óhagkvæmari rekstri, lélegri þjónustu og hærra vöruverði.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.10.2017 kl. 22:17

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þessi bloggfærsla er skrifuð við frétt um Lyfju.

Vésteinn Valgarðsson, 5.10.2017 kl. 22:17

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Berðu bara höfðinu við steininn, Þorsteinn.

Vésteinn Valgarðsson, 5.10.2017 kl. 22:24

6 identicon

Vésteinn þú gætir lánað Þorsteini einn af þínum steinum. Mér sýnist að þú eigir þá nokkra og stundir nokkuð stöðugt höfuðbank. 

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 6.10.2017 kl. 10:24

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Stefán, það er einhver misskilningur hjá þér.

Vésteinn Valgarðsson, 6.10.2017 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband