AÐ LOKNUM KOSNINGUM -- HELDUR BARÁTTAN ÁFRAM

AÐ LOKNUM KOSNINGUM -- HELDUR BARÁTTAN ÁFRAM

Það væri tilgerðarlegt að láta eins og ég væri ánægður með atkvæðafjölda Alþýðufylkingarinnar í fyrradag. En reyndar er ég alls ekki sleginn heldur. Eins og margkom fram í kosningabaráttunni, vinnast sigrar alþýðunnar ekki með atkvæðafjölda heldur í fjöldabaráttu, og Alþýðufylkingin er ekki háð kosningum eins og borgaralegir flokkar.

Það eru samt sigrar að (a) Alþýðufylkingin hafi haldið velli og ekki látið stuttan frest slá sig út af laginu, (b) málstaður okkar hafi komist þónokkuð áleiðis þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir til þess að þagga niður í okkur, (c) félögum í flokknum hefur snarfjölgað.

Með öðrum orðum: Okkar barátta heldur áfram -- strax í dag. Verkefnin framundan eru m.a. að stofna svæðisfélög í Norðvesturkjördæmi og í Suðurkjördæmi; funda með þeim félögum sem hafa bæst við nýlega og eiga eftir að bætast við á næstunni og skipuleggja uppbyggingu flokksins. Þá er ekki langt í sveitarstjórnarkosningarnar nk. vor -- en í millitíðinni mörg önnur verkefni.

Þannig að við getum verið sátt við okkur sjálf, og farið brött inn í veturinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel í baráttunni Vésteinn minn.  Þetta er rétt að byrja. Lifi bylting öreiganna.Þegar upp er staðið vilja allir jsfnrétti, réttlæti, frelsi og bræðralag.

Margret Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2017 kl. 17:05

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Við stöndum á bak við ykkur, og CIA hlustar á símana ykkar. RÚV gæti orðið fortíð í nánustu framtíð. I er aldrig alene....cool

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.10.2017 kl. 18:14

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Um að gera að gefast ekki upp. Ég veit ekki hvort það er huggun harmi gegn en Marxismi lifir góðu lífi meðal menntaelítunnar. Meira að segja ég er í leshring sem er að stúdera bók Samo Tomsics The Capitalist Unconcsious: Marx and Lacan. "Hörfið ekki eitt einasta skref aftur á bak!" :-)

Wilhelm Emilsson, 30.10.2017 kl. 19:37

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"Unconscious" átti þetta að vera.

Wilhelm Emilsson, 30.10.2017 kl. 19:39

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Wilhelm minn, ertu svona langt leiddur?

Lastu grein Óla komma í Mogganum í dag? Jafnvel hann viðurkennir: 

„Eftir fráfall Stalíns í mars 1953 kom fljótt í ljós að tilraun hans og Leníns með verkalýðsríkið mistókst.“

Jón Valur Jensson, 31.10.2017 kl. 00:45

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sæll, Jón Valur. Ég þakka umhyggju í minn garð :-)

Ég hef ekki lesið greinina. En eins og þið Vésteinn kannski vitið er ég mjög borgaralegur í hugsun og lít á kommúnisma sem fyrru sem hefur kostað mannkynið allt og mikið í blóði og eymd.

En ég trúi á opið samfélag og er alveg hæstánægður með að það sé kommúnistaflokkur á Íslandi og er líka mjög hress með að heyra sjónarmið kaþólsks menntamanns, hins hressilega JVJs. 

Wilhelm Emilsson, 31.10.2017 kl. 02:27

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Wilhelm, þetta var meira eftir mínum fyrri væntingum. Mér satt að segja snarbrá þegar ég leit þitt fyrra innlegg!

Jón Valur Jensson, 31.10.2017 kl. 03:06

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ekkert mál. Þótt ég telji mig frjálslyndan borgara finnst mér gaman að slá um mig með stalíniskum frösum. Sálfræðimenntaðir lesendur Moggabloggsins geta sennilega útskýrt þetta háttarlag betur en ég. Við erum öll margföld í roðinu.

Wilhelm Emilsson, 31.10.2017 kl. 04:22

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gaman að því, Wilhelm, þótt ísjárvert geti verið.

En undarlegra þykir mér hitt, að sonur háborgaralegra læknishjóna skuli hafa gerzt trúarafneitari og blóðrauður bolséviki!

Með kveðju til Vésteins málkunningja míns!

Jón Valur Jensson, 31.10.2017 kl. 18:37

10 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Wilhelm, það er enginn kommúnistaflokkur á Íslandi. Alþýðufylkingin er það ekki.

Vésteinn Valgarðsson, 1.11.2017 kl. 22:47

11 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Vésteinn. Ég hef miskilið Alþýðufylkinguna greinilega. Ég hélt að sósíalismi flokksins væri það langt til vinstri að hægt væri að tala um kommúnisma.    

Wilhelm Emilsson, 4.11.2017 kl. 03:45

12 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Og ég er kannski að rugla saman skoðunum þínum og Þorvaldar og flokksins.

Wilhelm Emilsson, 4.11.2017 kl. 04:16

13 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Við Þorvaldur erum báðir kommúnistar, en Alþýðufylkingin er samt ekki kommúnistaflokkur.

Vésteinn Valgarðsson, 6.11.2017 kl. 14:46

14 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég skil.

Wilhelm Emilsson, 8.11.2017 kl. 05:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband