26.4.2008 | 03:21
Nýtt hlutverk fyrir Fríkirkjuveg 11
Mér finnst það kolrangt af borgaryfirvöldum ef þau selja Fríkirkjuveg 11 og afsala sér forræði yfir Hallargarðinum þegar "tigna gesti" ber að garði. Hverslags snobb er það eiginlega? Hyggst Björgólfur fyrir að nota safn um Thor Jensen öðrum þræði sem gestamóttöku eða veislusal? Það mætti vel gera safn um Thor Jensen, en tæpast er nauðsynelgt að Björgólfur eignist húsið til þess að geta stofnað þar safn, eða hvað?
Hvort sem kjallari hússins mun hýsa safn um Thor Jensen eða ekki, þá finnst mér að það ætti að breyta húsinu í tómstundahús fyrir börn eða unglinga. Í Århus var slíkt hús, "Huset", rekið til skamms tíma, í öldnu og virðulegu stórhýsi í miðbænum. Borgarsjóður lét húsið í té og styrkti starfsemina um eitthvert smáræði. Þar gátu ungmenni svo unað sér við listsköpun og handverk og allir sáttir. Nú hefur borgarstjórnin vísað starfseminni á dyr til að spara sér smápeninga, og ungmennin eru að leita sér að nýju húsnæði.
Þetta glæsilega hús mundi sóma sér vel í því mikilvæga hlutverki að hlúa að ungmennum.
VG gagnrýna samning um sölu á Fríkirkjuveg 11 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.