Viðbrögðin við niðurbroti múrsins

Það er nánast hlægilegt að skamma Egypta fyrir að hafa brugðist seint og illa við. En það er ekki hlægilegt, vegna þess að málið er grafalvarlegt. Íbúar Gazastrandarinnar búa við slíkar hörmungar að það er óskiljanlegt að einhver hneykslist á því að þeir reyni í örvæntingu að brjóta herkvína. Eiga þeir bara að sitja stilltir og bíða eftir að óvinunum þóknist að henda í þá brauðmola eða insúlíni? Sköpuðu Egyptar hættu fyrir Ísraela? Aðalatriðið er auðvitað að Ísraelar skapa stöðuga hættu fyrir Palestínumenn!

Fyrir utan það, þá urðu viðbrögð Egypta við rofinu á endanum mjög hörð. Það er nefnilega misskilningur að herkvíin um Gaza byrji á landamærum Gaza. Þau byrja um það bil 200 kílómetra frá þeim, inni í Egyptalandi, en þar er komið í veg fyrir flutninga á vörums em gætu gagnast Palestínumönnum. Tilgangurinn er auðvitað sá að Palestínumenn hafi ekki neitt að sækja suður fyrir landamæramúrinn. Semsé að svelta þá til hlýðni. Þetta er glæpur gegn mannkyni og ríkisstjórn Egyptalands tekur fullan þátt í honum með Ísraelum.


mbl.is Palestínumenn á sáttafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband