Þörf lexía

Samstaða og þrautseigja hjúkrunarfræðinganna kenna okkur að þetta er það eina sem dugar, þegar á hólminn er komið. Samstaða og þrautseigja, já. Það er dýrmætt að hafa þetta góða fordæmi svona nýskeð þegar næstu lotur kjarabaráttunnar ganga yfir. Nú er bara að geislafræðingarnir haldi líka út; þeir sjá náttúrlega hvað virkar. En já, ég er impóneraður yfir árangri hjúkrunarfræðinganna og full ástæða til að óska þeim til hamingju með framgönguna og sigurinn.
mbl.is Allra vilji að leysa málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: doddý

kveðja frá skurðhjúkrunarfræðingi 

já það er nefnilega það. þegar mamma stóð í stéttarbaráttu hjúkrunarfræðinga (sem voru hjúkrunarkonur þá) var stéttin skömmuð af alþjóð og þær (þeir) atyrtar fyrir að sinna ekki köllun sinni og líknarstarfssemi. fólk þarf að rifja slíkt upp og hafa í hávegum (það eru bara 30 ár síðan), bera virðingu fyrir stéttarvitund sinni og láta ekki bugast! samstaða er allt sem þarf (munum lech valesa)

kv dóra

doddý, 4.5.2008 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband