2.5.2008 | 02:44
Rugl líking
Í fyrsta lagi hafði síðari heimsstyrjöldin lítið að gera með helförina eða önnur mannréttindabrot, heldur var hún háð vegna innrásar Þjóðverja í Pólland og síðar fleiri innrásir í fleiri ríki. Mannréttindabrot nasista höfðu staðið lengi áður en Vesturveldin voru knúin til að fara í stríð -- og þá út af öðru.
Í öðru lagi: Sá getur efni á því að væna aðra um helstefnu! Þessi kóni ríkir yfir Ísrael, af öllum ríkjum, sem hefur ekki beint beysinn feril í samskiptum við nágranna sína! Sálfræðingar kalla það víst frávarp, þegar maður sakar aðra um það sem maður er sjálfur sekur um.
Í þriðja lagi: Þótt Ahmadinejad sé auðvitað þrjótur, þá hafa íranskir gyðingar ekki kvartað sérstaklega undan honum svo ég viti. Leiðréttið mig endilega ef ég fer með rangt mál. Það sem Ahmadinejad talar gegn eru ekki gyðingar heldur zíonismi. Ég þarf vonandi ekki að leggjast í langar útskýringar á munum á þessu tvennu.
Loks vil ég bæta því við, að þegar Mogginn og aðrir vestrænir fjölmiðlar fjalla um skálkinn Mugabe í Zimbabwe, þá láta þeir það næstum því alltaf fylgja að hann sé 84 ára að aldri. Getið hver er líka 84 ára að aldri -- nema Shimon Perez!
Peres líkir Ahmadinejad við Hitler | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott orð "frávarp". Ég hef ekki heyrt þetta áður og þarf að muna það.
Þakka annars málefnalega grein.
Sigurbjörn Friðriksson, 2.5.2008 kl. 15:13
Ísrael er eitt og gyðingar eru annað. Hann vill afnema ríki sem byggir á kynþáttahyggju og kynþáttamisrétti. Ef hann vildi útrýma gyðingum, ætli hann mundi þá ekki byrja á þessum 10.000 gyðingum sem búa í Íran?
Vésteinn Valgarðsson, 3.5.2008 kl. 11:16
Fyrst þú nefnir hund.. fyrir byltinguna 1979 hafði hundur Bandaríkjamanns hærri réttarstöðu en Írani. Þetta er ekki grín. Erindrekar Bandaríkjastjórnar nutu friðhelgi í Íran, og eitt sinn ók drukkinn Bandaríkjamaður á Írana og varð honum, minnir mig, að bana. Vegna friðhelginnar var honum ekkert hegnt. Þegar, aftur á móti, Írani ók á hund í eigu Bandaríkjamanns var Írananum refsað. Þessi tvö atvik bar upp um sömu mundir, og Khomeini erkiklerkur skrifaði grein þar sem hann bar þetta saman og sagði að við þáverandi aðstæður væri líf bandarísks hunds meira virði en íransks manns.
Byltingin 1979 var bylting írönsku alþýðunnar gegn hryllingi keisarastjórnarinnar. Íranir eru að sumu leyti betur settir eftir hana, en sitja að sumu leyti í sömu súpunni og sumt er verra en það var.
Vésteinn Valgarðsson, 4.5.2008 kl. 00:11
Hundasögur Khomeinis eru sígilt skemmtiefni í heimi Islams.
Hins vegar hefur Khomeini líka sent frá sér margt efni sem varla verður talið til skemmtiefnis. Hér eru nokkur dæmi um slíkt, frá föður Lýðveldisins Íran.
Ayatollah Ruhollah Musawi Khomeini hefur orðið:
Loftur Altice Þorsteinsson, 4.5.2008 kl. 17:48
Hann var ekkert að skafa utan af því hann Khomeini.
Vésteinn Valgarðsson, 4.5.2008 kl. 23:40
Ég er alveg sammála honum Peres
Ljónshjarta I (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 11:24
Peres talar um að Íran sé ógn og þeir eigi ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Peres ríkir sjálfur yfir ríki sem er aðalógnin í sínum heimshluta og býr sjálft yfir álitlegu kjarnorkuvopnabúri! Er Írönum bannað það sem Ísraelum er leyft?
Vésteinn Valgarðsson, 6.5.2008 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.