2.5.2008 | 02:54
Er "íhlutun" á næsta leiti?
Bandaríkjastjórn hefur lengi haft horn í síðu Hvít-Rússa og það hefur ekkert með lýðræði og mannréttindi að gera, annað en að þetta þjónar þeim sem skálkaskjól. Það sem þeir þola Hvít-Rússum ekki er þrennt: (a) Hvít-Rússar eru ennþá dyggir bandamenn Rússa og (b) hagkerfi Hvíta-Rússlands er að mjög miklu leyti ennþá ríkisrekið og erlendri fjárfestingu haldið í lágmarki og (c) Lúkashenkó leyfir sér að rífa kjaft við þá. Hann er auðvitað skálkur, eins og Ágúst Már Ágústsson skrifar um á Egginni: Svarthol Evrópu -- eða, ég veit ekki betur en hann sé skálkur -- en hins vegar er hið fornkveðna jafnsatt og áður, að lengi getur vont versnað.
Ef ég er farinn að þekkja mynstrið, þá er ekki langt í næstu lotu valdaránstilrauna í Hvíta-Rússlandi. Element í valdakerfi Bandaríkjanna hafa puttana í hvít-rússnesku stjórnarandstöðunni (nema hvað) og þegar Lúkashenko hefur verið steypt verður tekið til við massífa einkavæðingu; erlend fyrirtæki munu gleypa stóran hluta af þjóðarauðnum og innlendir olígarkhar tæpast minni hluta. Mafían mun hirða restina. Þegar Bandaríkjastjórn fær áhuga á mannréttindamálum, þá er ástæða til að passa sig. Þetta er nátengt áhuga þeirra á kvenréttindum í Afganistan, réttindum Kúrda eða shííta í Írak eða minnihlutahópa í Zimbabwe -- og þetta er líka nátengt áhuga þeirra á Tíbet. Lesið sem snöggvast greinina Tíbet og Vesturlönd -- þarna eru rakin dæmi um þennan sýndaráhuga á mannréttindum.
Ekki ákveðið að loka sendiráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.