Varla flókið mál

Dettur einhverjum í hug að Josef Fritzl sé andlega heilbrigður? Hann á heima á réttargeðdeild og hvergi annars staðar. Þar vinnur hann varla neinum skaða framar, og það er þrátt fyrir allt það sem mestu máli skiptir. Þótt hefnigjarnara fólk vildi sjá honum gert mein, þá held ég að það væri ekki hægt að gera svona fullorðnum manni neitt sem mundi "jafna sakirnar", fyrir utan að það mundi varla gagnast neinum. Réttargeðdeild skal það vera.


mbl.is Segir Fritzl ósakhæfan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú ert að tala um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn þá hlýtur þú að vilja að hann verði lokaður inni í 24 ár, honum nauðgað daglangt og daglega en einnig þarf hann að fæða 7 börn. Vandamál? já. Svona mál er aldrei hægt að jafna út, útkoman verður alltaf ósanngjörn gagnvart þolendunum. Gamla testamentið er... eh, gamalt en á því stendur "Best fyrir 1400" let it go.

sindri (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 15:31

2 identicon

Það fyrsta sem maður hugsar er að maðurinn hlýtur að vera geðveikur. Annars ætla ég ekki fullyrða neitt. Látum sérfræðingana segja til um geðheilbrigði hans.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 15:34

3 identicon

Stóri vandinn við allar tilraunir ríkisvaldsins til að ná fram hefnd er sá að það er svo oft útilokað að jafna metin. Auga fyrir auga er t.d. ekki valkostur í þessu tilviki þar sem er ekki hægt að barna manninn. Hvað þá að faðir hans sé fær um það. Að sama skapi er órökrétt að beita dauðarefsingu í morðmálum því það er ekki hægt að drepa fjöldamorðingja nema einu sinni.

Jafnvel þótt við slepptum öllum mannúðarsjónarmiðum finnst mér hvorki rökrétt né siðlegt af ríkinu að refsa afbrotamönnum vegna þess einfaldlega að refsingar geta ekki þjónað réttlætinu nema í fáum tilvikum. Tilgangurinn með fangavist ætti því að vera annað hvort betrun, eða ef það er ekki raunhæft þá bara að koma í veg fyrir að sá seki valdi meiri skaða. Þar fyrir utan er það hvort einhver er sakhæfur eða ekki, ekkert annað en mat samfélagsins hverju sinni. Það er ekki til nein örugg aðferð til að meta hvort persónuleikaröskun og geðsjúkdómar nægi til að einhver sé óábyrgur gerða sinna og það er alltaf hægt að færa einhver rök fyrir því sjónarmiði að sá sem brýtur reglur sé veikur.

Eva (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband