Bretar voru í klípu

Gyðingum hefur varla þótt fýsilegt að búa áfram í Þýskalandi þótt nasistarnir hafi verið komnir frá völdum. Það hefði auðvitað litið herfilega út fyrir Breta að neita flóttamönnum um að komast til Palestínu, en á sama tíma var fólk þar fyrir sem var ekkert spennt fyrir því að missa landið sitt.

Ég veit nú ekki hversu sanngjarnt er að segja bara að "arabarnir hafi ekki viljað samþykkja stofnun Ísraelsríkis". Það er ekki svo einfalt. Átti þjóðin sem bjó fyrir í Palestínu að samþykkja að stofnað væri þjóðríki annarrar þjóðar á landinu? Áttu þeir að sætta sig við að fá minni hluta af landinu heldur en sem nam hlutfalli þeirra af íbúafjöldanum? Hvers vegna þurftu gyðingar að hafa sérstakt ríki? Hefði ekki verið nær að hafa bara eitt ríki í Palestínu, þar sem borgararnir hefðu setið við sama borð og lifað í friði, hvort sem þeir voru af evrópskum eða serkneskum uppruna, eða hvort sem þeir aðhylltust gyðingdóm, íslam, kristni eða einhverja aðra trú?

Það stóð ekki til boða, hvorki af hálfu stórveldanna né zíonistanna.


mbl.is Vildu senda gyðinga aftur til Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband