8.5.2008 | 13:22
Víða er þörf en þar er nauðsyn
Kaþólska kirkjan hefur mjög sterka stöðu á Spáni og nýtir hana ekki beint til góðs. Þess má reyndar geta að hún bannfærði stóran hluta landsmanna á dögunum. Í aðdraganda síðustu kosninga var Sósíalistaflokkurinn bannfærður á einu bretti, ásamt öllum þeim sem kusu hann. Ástæðurnar eru allt frá hjónabandi samkynhneigðra og fóstureyðinga yfir í opinberar rannsóknir á framferði Franco-stjórarinnar, þar sem kirkjan lét sitt ekki eftir liggja. Í því samhengi vil ég vísa í greinin Spánn: Kaþólska kirkjan gegn mannréttindum.
Vill rjúfa tengslin við kirkjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Skoðið þetta
- Aðalblogg mitt Blogspot-bloggið sem ég lít á sem aðalbloggið mitt
- Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin
- DíaMat DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
- Rauður vettvangur Hugmyndafræðileg móðurstöð íslenskra marxista
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- Friðarvefurinn Samtök hernaðarandstæinga
- Vantrú Vantrú
- SFR SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- ak72
- almal
- andreaolafs
- annabjo
- arikuld
- sjalfbodaaron
- skarfur
- arh
- astan
- asthildurcesil
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjorndarri
- bjorn-geir
- binntho
- bumba
- bus
- austurlandaegill
- eignaupptaka
- einaraxel
- einarbb
- einarolafsson
- elfarlogi
- esbogalmannahagur
- eythora
- fsfi
- folkerfifl
- vidhorf
- hleskogar
- frussukusk
- bofs
- gik
- gurrihar
- gullvagninn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- palestinufarar
- haukurmh
- skinkuorgel
- skessa
- thjodviljinn
- odin
- hedinnb
- hildurhelgas
- himmalingur
- hjaltirunar
- gorgeir
- hjorleifurg
- hlynurh
- kulan
- isleifure
- kreppan
- jenfo
- jensgud
- svartur
- johannbj
- jg
- joiragnars
- johannpall
- islandsfengur
- jonbjarnason
- snjokall
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- julli
- bisowich
- askja
- kiza
- kreppukallinn
- andmenning
- krizziuz
- larahanna
- vistarband
- maggadora
- marinogn
- mariakr
- mortenl
- rust
- nytt-lydveldi
- omnivore
- veffari
- huldumenn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- hafstein
- proletariat
- rafng
- raksig
- fredrik
- raudurvettvangur
- undirborginni
- runarsv
- salmann
- fullvalda
- bjornbondi99
- safi
- siggi-hrellir
- siggith
- zunzilla
- sindri79
- stefans
- ses
- styrmirr
- svanurmd
- stormsker
- ace
- tilkynning
- zerogirl
- torfis
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- belladis
- vantru
- vilhjalmurarnason
- kuba
- yousef
- thjodarheidur
- hallormur
- thorrialmennings
- vivaldi
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorgnyr
- thorsaari
- oernolafs
Athugasemdir
Jesús!
Eins og sko nafnið, sem er einmitt til sem nokkuð algengt karlmannsnafn í spænskumælandi löndum.
Ég kalla einmitt á Jesús, hvort sem hann er Rodríguez eða annað, vegna þess að þó hann væri argasti sósíalisti og ateisti, þá mundi hann leiðrétta þennan texta sem þú skrifaðir.
Samt var þetta stuttur texti.
Ástæðan er að Jesús, umræddur, er í þessu tilfelli Spánverji og sem slíkur veit Jesús nákvæmlega um hvað málið snýst. Enda ekkert eðlilegra.
Hann mundi til dæmis segja að Kaþólska kirkjan hafi sterka stöðu miðað við okkar líberal "kirkjur" á Norðurlöndum sem eru svona álíka krefjandi að ástunda og frímerkjasöfnun. Hins vegar, eru bara um 30% kirkjusókn, svo völd kirkjunnar meðal þjóðarinnar eru töluvert ýkt.
Á Spáni, rétt eins og hér á Skerinu, eru um 80% fólks skráð í kirkjuna en kommon.. það mundi enginn halda því fram að okkar kirkja hafi nein völd að tala um - en samt sem áður er hún óaðskiljanleg ríkinu!
Að minnsta kosti er aðskilnaður ríkis og kirkju á Spáni.
"En Jesús" spyr ég, "er það satt að Kardinálinn Antonio Maria Rouco Varela hafi bannfært alla þá sem kjósa annað en hina Guðhræddu PP?"
"Skemmtilegt að þú spyrjir" svarar Jesús, "en þó ég sé ateisti og sólíalisti þá ólst ég upp við Kaþólsku kirkjuna, svo ég veit nú eitt og annað um hana.."
Svo segir Jesús mér frá því hvað bannfæring er. Það er ansi alvarlegur hlutur í kirkjunni - þeirri Kaþólsku, sko - ekki okkar. Ég held það sé ekki hægt að móðga okkar ágætu kirkju svo mikið að hún mundi banna okkur að ganga til altaris. Þetta heitir 'excommunication' á Enskunni, en þýðir í raun að kirkjan er í fýlu við þið og þangað til þú bætir ráð þitt og biðst innilegrar afsökunar þá er alveg útilokað að þú fáir að ganga til altaris og þar með eru víst ekkert á leiðinn til Himna þegar táradalnum lýkur. Fúlt fyrir þá sem þessu trúa.
Það sem að kardinálinn var að gera, var að segja fólki að það eitt að styðja hina Guð-lausu sósíalista eins og Zapatero væri það sama og að hjálpa til við eða stunda fóstureyðingar. Þú kýst sósíalista, sem svo lögleiða frjálsari fóstureyðingar, sem svo einhverjar óléttar stelpur nýta sér kannski.
Nú er það meira en þessi færsla mín (og Jesús) spannar að útskýrka pólitík Kaþólsku kirkjunnar, en látum það nægja að sú regla er til frá því Herrans ári 1329 að hægt sé að sjálfkrafa bannfæra persónu sem styður eða hjálpar til við einverja af þeim öðrum syndum sem leiða til sjálfkræfrar bannfæringar.
Sem sagt, kardinálinn var að segja að fólk væri að sjálfkrafa bannfæra sig vegna þess að (dregur djúpt in andan, því þetta er löng runa):
þegar maður kýs flokk sem mun kannski vinna og þá kannski liðka við lögum um fóstureyðingar sem kannski munu verða til þess að einhver ólétt stelpa nýtir sér það, er aðstoð eða stuðningur við þá synd að stunda fóstureyðingar og ÞAR með ert þú að bannfæra sjálfan þig.
Þetta er nátúrulega bull, enda vann ekki flokkurinn sem var algerlega gegn fóstureyðingum. Einnig er það bull að þessi kardináli hafi bannfært nokkurn mann fyrir þær sakir að kjósa annað en íhaldið.
Hjónaband samkynhneigðra eða stuðningur við slíkt er ekki ástæða til bannfæringar, enda má fletta upp öllum ástæðum sjálfkrafa bannfæringar hafi maður áhuga á slíku.
Það er alveg rétt að Kirkjan (styttra að skrifa en Kaþólska kirkjan og ég er hvort eð er bara að tala um hana) hafi stutt Franco og hans hyski og það er einnig rétt að Kirkjan hefur skammast sín svo að hún hefur almennt verið andvíg því að grafnar séu upp of margar staðreyndir um stuðning hennar við fasistana - en það er einnig jafn rétt að Krikjan hefur lýst því yfir að hún sjái gríðarlega eftir þessu öllu og beðist forláts. Lofar að gera þetta ekki aftur.
Það er allt til og þeir sem nenna að jagast í fortíðinni, þegar allir sem tóku þátt eru dauðir, meiga svosem alveg gera það en kommon. Maður er ekkert að taka svoleiðis pælingar alvarlega.
Að lokum viljum við Jesús Rodríguez koma einni grundvallar-pælingu að:
Spænska borgarastríðinu er ekki lokið. Það eru ennþá fylkingar fasistanna og sósíalistanna með nokkrum anarkistum a víð og dreif, en vígvöllurinn hefur breyst frá götunum yfir á þingið.
Sósíalistarnir eru ennþá fastir í sama gírnum og það eru fasistarnir líka. Þetta er auðvitað allt "lite"-ismar. Sósíalsimi-lite og fasismi-lite, en stríðinu er ekki lokið.
Kirkjan er meira en málpípa íhaldsins, um það er ekki nokkur vafi þrátt fyrir einstaka undantekningar og þráhyggju trúvillinga og trúleysingja, en að sama skapi er ekki nokkur vafi að sósíalistar Spánar munu aldrei, aldrei, aldrei gefast upp á stríðinu gegn henni.
Enda varla annað hægt, því öll hreyfingin var stofnuð í kringum anti-Kaþólisma af Hr. Marx á sínum tíma. Hér í norðri erum við það langt frá uppruna svoleiðis dellu að okkar sósíalistar eru bara svona til helminga trúðaðir menn. Það er afskaplega sætt, en óhugsandi hjá sambærilegum vinstrisinnuðum stjórnmálamönnum í S-Evrópu.
Þar segja menn sig úr Kirkjunni þegar menn ganga í Flokkinn.
Víða er þörf en þar er nauðsyn? Kannski sumir ættu að líta sér nær, því í sumum löndum sem byrja á Ísland er ríki og kirkja sem eitt..
..og í stað þess að spekúlera um spænska pólitík út frá reynsluheimi Íslendings þá ættir þú kannski að hafa Jesús með í ráðum, enda innfæddur.
;)
Uni Gislason (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 16:26
Samkvæmt mínum bókum er hreyfingunni, sem hr. Marx lagði svo mikið lið á sínum tíma, einkum beint gegn kapítalismanum, frekar en einstökum stofnunum á borð við kirkjuna, þótt þær ljái honum lið.
En takk fyrir að leiðrétta mig; það er s.s. um að ræða sjálfkrafa bannfæringu þeirra sem stuðla að lögleiðingu fóstureyðinga.
Hvað aðskilnað ríkis og kirkju varðar, þá læt ég nægja að benda á safn af greinum eftir sjálfan mig á Vantrú.is -- þar geturðu séð hvað mér finnst um hann.
Vésteinn Valgarðsson, 8.5.2008 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.