8.5.2008 | 17:36
Frá 2138 heimilum?
Hvað með allar matvöruverslanirnar? Hvað haldið þið að þær hendi miklu af mat á degi hverjum, sem er fullkomlega ætur og allt í lagi með? Ætli þær tölur séu inni í þessu? Þegar matur nálgast síðasta söludag, þá er honum hent. Síðasti söludagur er nóta bene ekki sama og síðasti neysludagur -- og "síðasti neysludagur" er reyndar ekkert endilega síðasti neysludagur heldur. Það er staðreynd að verslanakeðjur moka út heilu ruslagámunum af mat á viku. Trúið þið mér ekki? Farið þá og kíkið í gáminn fyrir utan næstu Nóatúnsverslun.
Það er glæpur og ekkert annað, að henda mat á meðan fólk er til sem sveltur. Bruðl af þessu tagi er innbyggt í auðvaldshagkerfið. Auðvaldshagkerfið framleiðir ekki mat til þess að hann sé étinn, heldur til þess að græða á honum peninga. Ef maður kaupir brauð úti í búð, þá er kaupmanninum nákvæmlega sama hvort maður borðar það eða skeinir sig á því, það kemur honum ekki við. Framleiðslan miðast ekki við þarfir heldur peninga.
Yfirþyrmandi magn matvæla á haugana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:38 | Facebook
Athugasemdir
Bingó. Enda er ég farin að stunda gámaköfun á fullu. Fimm kíló af lærissneiðum um daginn - og grænmeti í tonnavís. Allt úr litla gráa kaupfélaginu fyrir aftan búðina.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 9.5.2008 kl. 07:22
Það var lagið, hehe.
Vésteinn Valgarðsson, 10.5.2008 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.