Tveir slæmir kostir

Serbar eru í sömu stöðu og flestar aðrar þjóðir heims: Í kosningum stendur hið raunverulega val á milli slæmra kosta. "Umbótasinnarnir", sem við eigum víst að styðja, vilja opna Serbíu fyrir vestrænum afskiptum og einkavæða umfangsmiklar ríkiseignir um leið -- það er að segja, selja útlendingum þjóðarauðinn fyrir lítið. Það er reyndar eitt skondið við einkavæðinguna: Ríkið hyggst skipta söluverði ríkiseignanna á milli allra íbúa landsins. Það þýðir að frá sjónarmiði Serba eiga íbúar Kosovo þar á meðal tilkall til hárra upphæða -- en frá sjónarmiði albanskra þjóðernissinna í Kosovo eiga þeir ekki slíkt tilkall. Hvort mun vega þyngra, þjóðarstoltið eða gróðavonin?

Þjóðernissinnarnir hafa ekki verið mikið gæfulegri fyrir Serba hingað til, þótt hlutur þeirra hafi verið gerður ennþá meiri en efni standa til. Til dæmis spunnu vestrænir fjölmiðlar grimmt um að Milosevic væri ofstopafullur þjóðernissinni, en það var nú orðum aukið.


mbl.is Flokkur Tadic með flest atkvæði í Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband