Zíonistar reyna að tortíma Líbanon og Gaza

Öfgasinnaðir íslamistar, góður þessi. Já, íslamistar hafa áhrif í Líbanon og á Gaza, enda hafa þeir reynst duglegir við að berjast gegn yfirgangi Ísraela. Það er því ekki skrítið að þeir njóti stuðnings. En þeir sem hafa reynst hvað duglegastir við að eyðileggja Líbanon og Gaza eru einmitt Ísraelar. Halda menn að Hamas muni í alvörunni tortíma Ísrael með því að skjóta á það fljúgandi rörasprengjum? Halda menn að þeir herskárri meðal Palestínumanna hafi í alvörunni einhverja burði til að fylgja digurbarkalegum yfirlýsingum eftir í verki? Góður þessi. Nei, auðvitað munu þeir ekki eyðileggja Ísrael -- það er rétt hjá Peres. Þeir geta það nefnilega ekki.

Hernám Palestínu er hins vegar vel á veg komið með að eyðileggja Ísrael. Hernám er ekki bara slæmt fyrir þann sem er hernuminn, heldur líka fyrir þá sem hernema. Hernám spillir samfélaginu og eitrar það, og þessara áhrifa sér svo sannarlega stað í ísraelskum stjórnmálum. Að stjórnmálamönnum, jafnvel ráðherrum skuli haldast uppi á að hóta Palestínumönnum frekari þjóðernishreinsunum og jafnvel -- nú í vetur -- helför. Það er nánast súrrealískt að heyra þá hótun frá gyðingi.


mbl.is „Þeir munu ekki eyðileggja Ísrael"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband