Skammt stórra högga á milli

Næstráðandinn Raúl Reyes var drepinn síðla vetrar og núna er leiðtoginn Manuel Marulanda dauður líka. Þar féllu kappar miklir. Ég veit nú ekki hvað þetta hefur mikil áhrif á gengi FARC; ég veit ekki til þess að samtökin hverfist eins mikið um leiðtoga eins og sum önnur skæruliðasamtök (samanber þegar Abimael Guzmán var tekinn fastur og botninn datt úr Kommúnistaflokki Perú, sem oft er kenndur við „“Skínandi stíg“). Það hlýtur alltaf að vera blóðtaka fyrir eina hreyfingu að missa leiðtoga, sérstaklega eftir að hann hefur verið leiðtogi mjög lengi og ekki síður þegar tveir tapast í röð. Þótt það sé of snemmt að spá um framtíð FARC, þá leyfi ég mér að vera bjartsýnn.


mbl.is Leiðtogi uppreisnarmanna í Kólumbíu látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband