Rasismi = nei takk, guðlast = já takk

Múhammeðsteikningamálið snerist ekki um tjáningarfrelsi heldur virðingu við múslima; markmiðið var að ögra samfélagshópi sem hefur staðið höllum fæti í vestrænni umræðu og samfélagi undanfarin ár. Nú er guðlast í sjálfu sér glæpur án fórnarlambs, en það þýðir ekki að það sé rétt að guðlasta við hvert einasta tækifæri sem gefst. Það er tvennt ólíkt, að gefa út opinbert diss á valdastofnun eins og kirkjuna -- það er fyllilega réttmætt guðlast -- og að gefa út opinbert diss trúartákn sem er samofið menningarlegri sjálfsmynd þjóðfélagshóps sem þegar er mismunað. Það er ekki einfalt, meinlaust guðlast heldur ruddaskapur, dulbúinn sem guðlast. Í þessu tilfelli, nánar tiltekið: Rasískur ruddaskapur og til þess ætlaður að storka.


mbl.is Megum hæða trúarbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband