Það fer nú hver að verða síðastur...

Það fer nú hver að verða síðastur að tryggja sér mjúka lendingu í orkumálunum. Olían er að verða ókaupandi. Skítt með einkabíla, ferðalög og annan hégóma, en hvernig ætla menn að reka togara eða dráttarvélar þegar olíulítrinn kostar þúsund krónur eða þrjúþúsund krónur? Hafa menn hugleitt það? Orkuskiptin hefðu þurft að hefjast í kring um árið 1990 til þess að verða mjúk. Héðan af er spurningin bara hversu hörð þau verða. Hvort þetta verður eins og að lenda í árekstri á 120 km hraða eða bara á 80 km hraða. Já, ég er svartsýnn, ég gengst alveg við því. En lesið ykkur til um olíutindinn og yfirvofandi hrun og segið mér að ykkur lítist bara vel á þetta. Segið það bara ef þið treystið ykkur til þess.

Það er kaldhæðnislegt að vera umhverfisverndarsinni á Íslandi núna. Eftir allan gauraganginn í kring um stóriðjustefnuna undanfarin ár, þá gæti alveg endað með því að vatnsafls- og jarðhitavirkjanir verði það sem á endanum bjargar okkur frá efnahagslegum móðuharðindum. Það yrði óneitanlega mjög kaldhæðnislegt.


mbl.is Íslendingar eiga að gera klárt fyrir orkuskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég held ekki að það sé úr nógu metani að moða til þess að það leysi málin, ekki einu sinni til skamms tíma. Alla vega ekki ef við ætlum að reyna að halda í munað eins og einkabíla eða innfluttan mat.

Vésteinn Valgarðsson, 28.5.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband