30.5.2008 | 12:47
Glæpakvendi
Það er móðgun að leyfa þessu ótínda glæpakvendi að sprenga hérna um eins og fínni frú. Það eina rétta væri að grípa gæsina meðan hún gefst, setja Rice í járn og rétta yfir henni fyrir aðild að glæpum gegn mannkyni.
Þegar Bush eldri kom hingað til lands í hittifyrra til að veiða lax, þá var ég í hópi sem lagði fram kæru gegn honum, sjá: Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush. Ekki sá ríkissaksóknari ástæðu til að aðhafast. Ef austur-evrópskur smákrimmi hefur einhvern tímann drepið mann með hníf, þá er það alvarlegt mál. En ef amerískur heildsöluglæpamaður drepur tugþúsundir með klasasprengjum og viðskiptabönnum og glæpastarfsemi, þá er hann bara boðinn í lax eins og fínn maður.
Er ekki eitthvað bogið við þetta?
Condoleezza Rice á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Skoðið þetta
- Aðalblogg mitt Blogspot-bloggið sem ég lít á sem aðalbloggið mitt
- Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin
- DíaMat DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
- Rauður vettvangur Hugmyndafræðileg móðurstöð íslenskra marxista
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- Friðarvefurinn Samtök hernaðarandstæinga
- Vantrú Vantrú
- SFR SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 129891
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- ak72
- almal
- andreaolafs
- annabjo
- arikuld
- sjalfbodaaron
- skarfur
- arh
- astan
- asthildurcesil
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjorndarri
- bjorn-geir
- binntho
- bumba
- bus
- austurlandaegill
- eignaupptaka
- einaraxel
- einarbb
- einarolafsson
- elfarlogi
- esbogalmannahagur
- eythora
- fsfi
- folkerfifl
- vidhorf
- hleskogar
- frussukusk
- bofs
- gik
- gurrihar
- gullvagninn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- palestinufarar
- haukurmh
- skinkuorgel
- skessa
- thjodviljinn
- odin
- hedinnb
- hildurhelgas
- himmalingur
- hjaltirunar
- gorgeir
- hjorleifurg
- hlynurh
- kulan
- isleifure
- kreppan
- jenfo
- jensgud
- svartur
- johannbj
- jg
- joiragnars
- johannpall
- islandsfengur
- jonbjarnason
- snjokall
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- julli
- bisowich
- askja
- kiza
- kreppukallinn
- andmenning
- krizziuz
- larahanna
- vistarband
- maggadora
- marinogn
- mariakr
- mortenl
- rust
- nytt-lydveldi
- omnivore
- veffari
- huldumenn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- hafstein
- proletariat
- rafng
- raksig
- fredrik
- raudurvettvangur
- undirborginni
- runarsv
- salmann
- fullvalda
- bjornbondi99
- safi
- siggi-hrellir
- siggith
- zunzilla
- sindri79
- stefans
- ses
- styrmirr
- svanurmd
- stormsker
- ace
- tilkynning
- zerogirl
- torfis
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- belladis
- vantru
- vilhjalmurarnason
- kuba
- yousef
- thjodarheidur
- hallormur
- thorrialmennings
- vivaldi
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorgnyr
- thorsaari
- oernolafs
Athugasemdir
Jú, sitthvað er bogið við þetta, vinur minn.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 30.5.2008 kl. 13:01
Sæll. Vésteinn.
Friðarsinn Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Íslands en eins og alþjóð veit hefur Bush-stjórnin verið verið ötul við að berjast á glæpastjórnir kommúnista systurflokka VG víða um heim eins og Norður-Kóreum og Kúbú svo fátt eitt sé nefnt.
Rauða Ljónið, 30.5.2008 kl. 13:06
Vertu aðeins meira bitur út i Bandaríkin og spáðu í því næst þegar þú ferð á MdDonalds (bandarískt), kaupir þér Levis gallabuxur (bandarískt) eða notar iPod-inn (bandarískt) þinn á Prikinu og ferð í bíó á bandaríska bíómynd og situr í sæti sem er mjög líklega framleitt í Bandaríkjunum og kyssir stelpu sem er með gloss frá Victoria Secret...
Ef ég heyri um eitthvað sem er framleitt í Palestínu eða Írak eða þessum skítalöndum (fyrir utan hluti sem springa) ... þá læt ég þig vita :)
I I (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 13:21
Ekki nota ég neitt af þessu ...
Fyrir utan að Condi framleiddi ekki neitt af þessu sjálf. Hún er bara ótíndur glæpamaður í þeim glæpaflokki sem rændi völdum í Bandaríkjunum rétt eins og Hitler rændi völdum í Þýskalandi.
Þetta snýst ekki um að vera á móti Bandaríkjunum, þetta snýst um að vera á móti þessum viðbjóðslegu úrþvættum sem drepa saklaust fólk til að komast yfir auðlindir þeirar. Þeir eru ekki bara lygarar og þjófar, heldur morðingjar sem pynda fólk.
Elías Halldór Ágústsson, 30.5.2008 kl. 13:42
Og annað: ég veit ekki um neina heiðarlega manneskju sem ekki er á móti þessum glæpahundum.
Elías Halldór Ágústsson, 30.5.2008 kl. 13:52
Sama hér. Neysluvenjur eru eitt, og sakaskrá fjölþjóðlegra fyrirtækja, en að standa beinlínis að árásarstríði þar sem hundruð þúsunda fólks eru myrt, það er allt annað. "Bitur út í Bandaríkin"? Ég hlæ nú bara að því.
Vésteinn Valgarðsson, 30.5.2008 kl. 15:16
Ef allir leiðtogar sem hafa með einhverjum hætti tengst átökum yrði handteknir, þá myndu núverandi átök í heiminum einfaldlega versna. Það er auðvelt að benda fingrinum hérna á Íslandi á þá sem búa við allt annan raunveruleika. T.d. væri hægt að handtaka flesta stjórnmálamenn Ísraels og Palestínu, er það leiðin að friði? Auk þess þá hjálpar það engum að einangra ríki og slíta sambandi við þau, maður er líklegri til þess að sannfæra vinaþjóðir um að taka upp hófsamari stefnu.
Breytir engu hvort það séu Bandaríkjamenn, Ísraelsmenn, Kínverjar eða Íran... Það er jákvætt að tala saman.
Auk þess þá eru samskipti okkar við Bandaríkjamenn og aðrar NATO þjóðir og gríðarlega mikilvæg.
Geiri (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 15:34
Kommon... ef þið væru þeir 2 einu Íslendingarnir sem fengju boðskort til að hitta Conolísu Ræs undir tvö augu á Hótel Borg þá væruði ekki lengi að segja "já" og efast um þið færuð að gera ykkur að fíflum með því að dissa hana með voli og væli að e-h bandarískir hermenn séu að leggja einhverja íraka í einelti þarna fyrir austan...
Þið mynduð hafa gaman að hitta hana og skoðanir ykkar breytast og þið sæið að það þyðir ekki að kalla leiðtoga heims morðingja þótt þeir þurfi að drepa fólk sem myndi hvort sem er drepa milljónir manna ef voldugri lönd myndu ekki grípa í taumanna.
Hvort er betra að brjóta 2 diska eða missa allt helvítis diskastellið í gólfið :)
I I (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 16:06
Þetta er ekki svaravert.
Elías Halldór Ágústsson, 31.5.2008 kl. 16:00
Nei, og ekki einu sinni fyndið.
Vésteinn Valgarðsson, 1.6.2008 kl. 18:03
Tek algjörlega undir skrif þín Vésteinn og athugasemdir Elíasar.
Ég hef komið til USA og það er ágætis fólk þar og Bush er ekki hátt skrifaður og frekar hataður heldur en hitt. Honum og hans fylgifiskum hefur tekist að gera Bandaríkjamenn að óvinsælustu þjóð í heimi.
B.t.w. Ég keypti Levi´s gallabuxur þegar ég fór þangað síðast.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 4.6.2008 kl. 02:50
Já, ég er í Levi's gallabuxum í þessum töluðum orðum. Þetta snýst ekkert um að vera með eða á móti Bandaríkjunum, og ég trúi því varla að margir haldi það í alvörunni. Þetta er spurning um mannskæða utanríkisstefnu og hvort fólkr er hlynnt eða andvígt henni.
Vésteinn Valgarðsson, 5.6.2008 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.