7.6.2008 | 00:32
Það var og
Frjálslyndi flokkurinn hefur reynt að gleypa atvinnubílstjórana með lýðskrumi en þeir eru kannski ekkert á því að láta gleypa sig. Eða hvað? Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu, hvort hinn langþráði byltingarflokkur er þarna að fæðast, eða hvort þetta verður stefnulaust rekald. Hingað til hefur mér ekki þótt fara mikið fyrir pólitísku perspektífi í baráttu bílstjóranna. Baráttan hefur aðallega gengið út á að biðja ríkisstjórnina að lækka tolla og gjöld, eins og það skili einhverju.
Atvinnubílstjórum er auðvitað vorkunn. Menn sem voru verkamenn fyrir nokkrum árum síðan og með sín hagsmunasamtök samkvæmt því, en létu plata sig til að gerast "verktakar", færðu sig úr verkalýðsstétt yfir í smáborgarastétt, misstu um leið öryggi verkalýðshreyfingarinnar og eru á efnahags-pólitískum berangri nú þegar harðnar á dalnum. Það er ekkert grín að hafa fjárfest persónulega í stórvirkum vinnuvélum og ráða ekki lengur við afborganir af þeim vegna hækkandi olíuverðs.
En lausnin er ekki innan marka núverandi kerfis. Hvað ætti ríkisstjórnin að gera, afnema tolla og gjöld af eldsneyti? Eins og það leysi eitthvað málið? Olía er þverrandi auðlind og ekkert sjálfsagt hvernig henni er ráðstafað. Nei, málið er auðvitað að það þarf að taka allt saman upp og fara yfir það frá upphafi til enda. Það þarf að taka allt borgaralega efnahagskerfið, allt borgaralega þjóðskipulagið til efnahags-pólitískra gjaldþrotaskipta. Það er betra að gera það strax heldur en að bíða eftir að allt fari til andskotans fyrst.
Gefur ekkert eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rétt, menn verða að ákveða í hvorn fótinn þeir eigi að stiga. Samstaða sjálfstæðra atvinnurekenda er engin, þegar nóg er að gera. Þegar harðnar á dalnum hika þeir ekki við að niðurbjóða vinnu hvors annars og ekki síst okkar í verkalýðsfélögunum með svartri vinnu og stinga hnífum í bak hvors annars.
Reyndar er þetta eðli kapítalismans.
Rúnar Sveinbjörnsson, 7.6.2008 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.