Farið hefur fé betra

Gyanendra hefur reynst afleitur þjóðhöfðingi fyrir Nepal. Alveg hreint afleitur. Meira að segja Indverjar og Vesturveldin hafa skammast sín fyrir hann og stutt borgaralega sjöflokkabandalagið. Pakistanar og Kínverjar voru fljótir að stökkva til að veita honum stuðning í staðinn. Lítil áhætta fyrir þá, en ansi mikil hagnaðarvon ef kóngsa hefði vegnað vel, að stinga undan Indverjum á Nepal. En jæja, þá er þessum kafla einveldisins lokið í sögu Nepals og nýr tekur við. Nýr kafli borgaralegs lýðveldis, sem er ætlað að laða erlenda fjárfestingu til landsins og búa auðvaldinu öruggt umhverfi. Svo segir Prachanda, formaður maóista. Til lítils fórum vér um frjósöm héröð, hmm?


mbl.is Fyrrum konungur Nepals yfirgefur konungshöllina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Hann er búinn að berjast og berjast og það hefur kostað nokkur þúsund mannslíf. Í hittifyrra og fyrra voru gríðarleg fjöldamótmæli gegn honum -- óeirðir á götum Katmandú sem hundruð þúsunda tóku þátt í -- og borgaraflokkarnir snerust gegn honum fyrir fullt og allt. Samhliða því voru maóistarnir orðnir svo sterkir að þeir hefðu getað tekið öll völd í landinu í sínar hendur. Þetta var búið spil fyrir hann og ekkert vit í öðru en að lúffa. Ef hann hefði haldið áfram að reyna eitthvað hefði það þýtt útlegð eða fangelsi fyrir hann.

Vésteinn Valgarðsson, 13.6.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband