Smánarupphæð

Tíu milljónir dala? Er þetta grín? Hvað ætli flugskeyti og stáltárstígvél bandaríska hersins hafi valdið miklu tjóni? En sú smánar upphæð. Og svo eru til menn sem fara ekki fram úr rúminu fyrir lægri upphæð. Afganar hafa kannski ekki efni á því stolti að afþakka þetta. En það væri engin ofrausn að hafa þetta tíu milljarða.
mbl.is Heita 10 milljörðum dala til afgönsku þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er núna búið að breyta fréttinni. Þetta var þýðingarvilla; það voru 10 milljarðar sem um ræddi. Jæja, það er aðeins skárra þótt það sé samt ennþá engin ofrausn. Hvað ætli skemmdir af völdum innrásar og hernáms hafi kostað mikið?

Vésteinn Valgarðsson, 13.6.2008 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband