14.6.2008 | 02:09
"...sem er 84 ára"
hosni Mubarak, forseti Egyptalands, er áttræður. Shimon Peres, forseti Ísraels, er líka áttræður. Girija Prasad Koirala, forsætisráðherra Nepals, er líka áttræður. Hvers vegna er alltaf tekið fram hvað Mugabe er gamall?
Þessir uppgjafahermenn eru líklega flestir komnir yfir fimmtugt. Nú hef ég ekkert á móti fólki á þeim ágæta aldri, en ég held að það sé ástæða fyrir því að herþjónustualdur flestra landa er í kring um tvítugt. Ég skil samt að ZANU-menn vilji mikið til vinna að halda völdum. Nóg þurftu þeir að hafa fyrir því að ná þeim, hér um árið. MDC er líka ekki beysinn kostur fyrir landsmenn; ætla að einkavæða og opna fyrir innstreymi heimsvaldaauðmagns.
Sem fyrr, þá legg ég til að fólk kynni sér báðar hliðar áður en það fellir dóma:
Lalkar styður ZANU-PF og Mugabe gegn Tsvangirai og hinum heimsvaldahandbendunum í MDC: Zimbabwean Elections and Imperialist Propaganda.
WSWS segir ZANU-PF og Mugabe aftur á móti vera úlfa í sauðargæru: Zimbabwe: Mugabe government responds to mass opposition with repression.
Stuðningsmenn Mugabe vilja berjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.