Frábært hjá Írum!

Það var laglegt!

Margir muna eftir þjóðaratkvæðagreiðslunum þar sem Frakkar og Hollendingar felldu stjórnarskrá ESB um árið. Þá lét Tony Blair fleyg orð falla, eitthvað á þessa leið: "Þessi niðurstaða sýnir okkur aðeins eitt, að evrópskum borgurum þykir ekki nógu langt gengið í markaðsvæðingarátt í Evrópusambandinu. Fyrst þeir vilja ekki hafa þetta í stjórnarskrá, þá komum við þessu á eftir öðrum leiðum í staðinn." (Ekki orðrétt tilvitnun, en efnislega rétt.)

Þessi "önnur leið" var Lissabon-sáttmálinn. Mikið hlýtur það að vera súrt fyrir kerfiskarlana og Evrópusambands-auðvaldið þegar venjulegt fólk í Evrópu gegnir þeim ekki og kýs ekki eins og þeir vilja. Manni rennur það næstum til rifja. Næstum því.

Nei, það var frábært hjá Írum að fella þennan heimskulega, asnalega sáttmála.

Lesið um hann á Egginni:
ESB eykur valdsvið sitt
Nokkrar ástæður fyrir andúð á Evrópusambandinu
Lissabon-bókunin: Hvað er nú það?


mbl.is 53,4% Íra höfnuðu ESB-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk fyrir frábæra samantekt á Egginni. Vissi að þetta væri slæmt en ekki alveg svona slæmt! Gott hjá Írum að fella sáttmálann!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.6.2008 kl. 22:14

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Já, það var sannarlega gott, enda er þessi sáttmáli hið versta mál.

Vésteinn Valgarðsson, 16.6.2008 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband