Frábært!

Það er ekki eins og Íslendingar séu ekki aflögufærir til að taka á móti þessum hópi, og þótt stærri væri. Mér finnst óskiljanlegt að sumum finnist þetta einhver ofrausn, eða eins og það verði séð fyrir þessum hrjáðu konum með matarbitum sem verði teknir frá sveltandi Íslendingum. Það ætti auðvitað enginn að vera flóttamaður. Fólk gerir það ekki að gamni sínu að fá innrásarher inn í landið sitt og allt lagt í rúst.
mbl.is 29 palestínskum flóttamönnum boðið hæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Meira að segja kapítalistapungur eins og ég get ekki annað en verið sammála um að taka eigi við þessu fólki. Ég er samt ekki sammála þér um það hver beri að mestu leyti sökina á vandræðum Palestínumanna (án þess að hafa nokkurn áhuga á að taka upp þá umræðu núna!).

Sindri Guðjónsson, 22.6.2008 kl. 01:53

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Sú umræða getur alveg beðið, en ég bjóst svo sem ekki við að þú værir sammála mér. Ekki það, að það er líklega alveg ábyggilegt að þessar konur beri ekki ábyrgð á þeim. Hvað þá börnin þeirra.

Vésteinn Valgarðsson, 23.6.2008 kl. 03:14

3 Smámynd: Sindri Guðjónsson

já, það er líklega alveg ábyggilegt að þessar konur og börn þeirra beri ekki ábyrgð á þeirri stöðu sem þær eru staddar í.

Sindri Guðjónsson, 23.6.2008 kl. 03:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband