25.7.2008 | 18:16
Motmaeli i Belgrad
A thridjudaginn, thegar frettin barst af handtoku Karadzic, var eg staddur i Mostar i Bosniu-Hercegovinu. A midvikudagskvoldid var eg kominn til Belgrad, og er nuna thar. (Thad skyrir stafsetninguna.) I gaer, fimmtudag, skrapp eg og fylgdist med motmaelafundi og motmaelagongu sem Radikali flokkurinn (thjodernissinnar) helt til ad motmaela hantokunni. Fundurinn sjalfur stod i halftima og gangan i klukkutima. Sums stadar var oeirdalogregla med mikinn vidbunad, en allt for tho fridsamlega fram. Fanar Radikala flokksins bloktu, svo og fanar med mynd ad Seselj formanni hans, sem er nuna fangi i Haag. Margt folk i bolum med serbakrossi, med serbneskar hermannahufur eda onnur thjodernisleg takn. Ja, og margir i felulitudum fotum. Ungir karlar voru i meirihluta, en tho ekki eins miklum meirihluta og eg hefdi getad haldid. Slagord voru hropud (stundum med Romarkvedju) og Karadzic hylltur, svo og Ratko Mladic (svo serbnesku radikalarnir hafa greinilega ekki lesid mbl.is i fyrradag). Thad er orugglega mjog gaman ad vera hluti af svona hreyfingu, en eg stodst nu tha freistingu enda hvorki thjodernissinni ne serstakur addaandi stridsglaepamanna.
Othjalasta slagord sem eg hef nokkurn timann heyrt er an efa Kosovo ja srce Srbije -- Kosovo er hjarta Serbiu. Seinni hlutinn er borinn fram srtsesrbije, an serhljoda, eiginlega med aherslu a r-in.
En kom Mladic upp um Karadzic? Heimildin fyrir thvi er einhver leynithjonustumadur sem eg se ekki hvers vegna aetti ad trua til ad segja sannleikann. Eg held ad serbneska rikisstjornin hafi vitad lengi hvar hann hefurhaldid sig, en haldid ad ser hondum til ad eiga tromp, sem hun spiladi nuna ut til thess ad mykja Evropusambandid.
Thad er audvitad til haborinnar skammar ad rettlaeti sigurvegaranna se enn og aftur vidhaft. Ef thad a ad heita rettlaeti a eitt ad ganga yfir alla. Mafiosinn og mordinginn Hasim Thaci, forseti Kosovo, er daemi um mann sem a ad sitja a bak vid las og sla. Mer rennur kalt vatn milli skinns og horunds thegar eg hugsa um thad sem hann hefur a samviskunni gegn Kosovo-Serbum. En hann er heidursgestur hja vestraenum silkihufum i stadinn, og latid eins og hann se einhver frelsishetja.
Nu -- thegar eg kom til Belgrad var klukkan ad halla i midnaetti og vegna misskilnings var eg ekki buinn ad redda mer gistingu. Eg greip thad thvi fegins hendi thegar einhver madur a lestarstodinni baud mer gistingu fyrir 10 evrur. Gisti svo thar undanfarnar tvaer naetur. Thessi karl byr a Jurija Gagarina-gotu numer 269, og hvar haldid thid ad Karadzic hafi haft fylgsni sitt undanfarin ar? Ju, einmitt a Jurija Gagarina numer 267. I husinu vid hlidina. Eg sa thad i sjonvarpsfrettunum og thad kom heim og saman vid husid sem eg hafdi sed fyrr um daginn. Fyrir aftan husid thar sem eg gisti er svo kra, thar sem hann kom stundum, og var fyrst sagt ad hann hefdi verid handtekinn thar (eg veit ekki hvort thad er satt). Thetta er s.s. kra Radikala-thjodernissinna. Veggirnir eru pryddir myndum af Mladic og Karadzic, auk Milosevic og, merkilegt nokk, lika Tito.
Eg leit thangad i gaerkvoldi til ad fa mer einn bjor fyrir svefninn. Thad var mikill modur i thjodernissinnunum, their voru drukknir og toludu hatt og sungu lofsongva um Karadzic vid undirleik eins konar fidlu sem einn theirra var med. Eg blandadi nu ekki gedi vid tha fyrir utan thegar eg pantadi, enda skilst mer ad serbneskir thjodernissinnar tali almennt mjog takmarkada ensku (og eg tala lika mjog takmarkada serbokroatisku). En thessi kraarheimsokn svaladi alla vega thorstanum. Og forvitninni.
Svikara Karadzic leitað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alltaf gaman að fá aðrar fréttir af stóratburðum, ekki matreidda af stóru fréttastöðvunum, sem allar eru eins. Takk fyrir.
Rúnar Sveinbjörnsson, 26.7.2008 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.