Allt FÓLK ætti að fá frítt í strætó!

Hvers vegna er ekki ókeypis fyrir alla í strætó? Í alvöru talað, það hefur mjög mikla kosti að sem flestir taki strætó og mér er ekki kunnugt um neina ókosti. Getur einhver bent mér á einhverja raunverulega ókosti við það að hafa frítt í strætó fyrir alla?
mbl.is Allir nemar fái frítt í strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég las greinina þína, Vésteinn, og þú hefur margt til þíns máls. Sjálfur var ég eitt sinn búinn að reikna út dæmið á þann veg að mín fjölskylda gæti komist af með einn bíl því það væri hagkvæmt að taka strætó. Sú sæla stóð ekki lengi. Strætó bs. er með endalausa tilraunastarfsemi, leiðabreytingar o.sv.fr.

Jafnvel þó ég fengi "frítt" í strætó í dag þá myndi það ekki borga sig fyrir mig að nýta mér það. Það sem vantar er leiðakerfi sem þjónar borgurunum. Væri það til staðar myndi fólk með ánægju greiða uppsett gjald og vera samt að græða.

Emil Örn Kristjánsson, 1.9.2008 kl. 14:11

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það þarf auðvitað að bæta þjónustuna að mörgu leyti, leiðakerfið er eitt af því og fargjaldið annað.

Vésteinn Valgarðsson, 1.9.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband