Beilát? Nei takk...

Svona gerast kaupin á eyri auðvaldsskipulagsins. Fjármálaspekúlantar setja hagkerfið á hliðina og svo kemur ríkisstjórnin og hleypur undir baggann. Skattgreiðendur borga brúsann -- auðvitað. Hvers vegna hleypur ríkisstjórnin ekki svona undir bagga með venjulegau fólki sem fer á hausinn eða á ekki fyrir skuldum sínum? Auðvitað vegna þess að venjulegt fólk skiptir ekki það miklu máli. Ríkisstjórnin er ekki góðgerðastofnun í þágu fólksins, heldur framkvæmdanefnd í þágu auðvaldsins.

Landsnefnd Socialist Equality Party skýra sína afstöðu ágætlega í nýlegri yfirlýsingu: No to Wall Street bailout! The socialist answer to the financial crisis og Sam Webb, formaður Bandaríska kommúnistaflokksins, skýrir stefnu síns flokks, sem er ekki svo ólík: Ramming through the bailout.


mbl.is Bush bakkar með björgunarpakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Pilsfaldakapítalisminn gengur meðan öflugustu ríkisstjórnir heimsins hleypa vesalingunum undir pilsfaldinn. Í dag er kapítalisminn í sporum langdrukkins alkahólista, hann kallar á afréttara. En meðferðin fellst í sósíalistum lausnum.

Rúnar Sveinbjörnsson, 25.9.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband