NEEEEEEI!!!

EFtir að hafa verið óánægður viðskiptavinur hjá Búnaðarbankanum, svo KB banka og loks Kaupþingi um árabil, þá sté ég skrefið í vor og hóf viðskipti við SPRON. Ég afþakkaði meira að segja að SPRON sæi um að flytja viðskipti mín á milli, bara til þess að geta átt ánægjuna af því sjálfur að fara í Kaupþing og slíta viðskiptum við þá. Það var mjög ánægjuleg og það hefur einnig verið ánægjulegt að vera viðskiptavinur SPRON undanfarna mánuði. Það var að sama skapi óánægjulegt að frétta það á dögunum, að Kaupþing væri að fara að yfirtaka SPRON.

Ég gat ekki varist þeirri tilhugsun að ef Múhammeð kemur ekki til fjallsins, þá kemur víst fjallið til Múhammeðs.

Þá er spurt: Hvað ber að gera? Þessi kúnni hjá SPRON er greinilega í svipuðum þönkum.

Ég hef heyrt að Sparisjóður Svarfdæla sé góður viðskiptis. Það segir mér maður sem er í viðskiptum hjá þeim. Ég hlýt alla vega að hugsa minn gang. Ég sýndi Kaupþingi ekki puttann til þess eins að lenda aftur í netinu hjá þeim.

[Viðbót, hér er bréf sem ég var að senda SPRON:]

Ég var óánægður kúnni hjá Kaupþingi/KB banka/Búnaðarbankanum í mörg ár og hóf því viðskipti við SPRONí vor. Undanfarna mánuði hef ég verið harla ánægður sem viðskiptavinur SPRON, og hef ekki mikla löngun til verða óánægður kúnni Kaupþings á nýjan leik. Mér þótti því miður frétta Samkeppniseftirlitið hefði heimilað Kaupþingi yfirtaka SPRON, og vona af því verði ekki. Ég skora því á stjórn SPRON koma í veg fyrir SPRON renni í hít Kaupþings. Þótt umskiptin í vor hafi verið ánægjuleg, þá vil ég helst sleppa við þurfa endurtaka umstangið sem fylgdi þeim.

Með bestu kveðjum,

Vésteinn Valgarðsson


mbl.is Samruni SPRON og Kaupþings leyfður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll: Vésteinn !

Jú; það er ekki allt, sem sýnist, eins og Galdra- Imba, kvað forðum. Með fullri virðingu; fyrir Svarfdælum, vil ég einnig minna þig, á Sparisjóðinn á Suðurlandi, hverjum Sandari (frá Hellissandi) nokkur; Pétur Á. Hjaltason veitir forstöðu. Ágætur drengur; og rökvís, sem glöggur, í hvívetna.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 01:48

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Blessaður, Óskar. Sparisjóður Suðurlands, segirðu? Það má hafa það í huga. Þá hef ég meðmæli tveggja sparisjóða.

Vésteinn Valgarðsson, 27.9.2008 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband