Ásættanlegt?

Ég tel sjálfan mig almennt nokkuð tregan til að sætta mig við stórar breytingar á grónum hverfum. Ég er líka almennt mjög á móti niðurrifi gamalla húsa -- því meira á móti, sem húsin eru eldri. Þessi tillaga að nýjum mannvirkjum á Hljómalindarreit er ekki alveg eins og ég hefði óskað mér, en reyndar hefði vel verið hægt að koma með verri hönnun. Á svæðinu eru nokkur hús sem verður auðvitað eftirsjá að ef þau verða rifin (en verða vonandi flutt í staðinn). Það er nauðsynlegt að byggja miðbæinn upp, en það er ekki sama hvernig það er gert.
mbl.is Upphitað torg og sjö hæða hótel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband