Stjórnlaust land

Ţađ er ekki skrítiđ ađ sjórćningjar ţrífist vel í svotil stjórnlausu landi viđ mikilvćga siglingaleiđ. Innrás Bandaríkjamanna, međ Eţíópíuher sem lepp, í árslok í hittifyrra, var eiginlega ţađ síđasta sem Sómala vantađi. Ţađ leit loksins út fyrir ađ ţeir vćru ađ koma sér upp eigin ríkisvaldi (Bandalagi íslamskra dómstóla) ţegar leppstjórninni var komiđ á í Mogadishu. Leppstjórnin fer međ lítil völd, eins og gjarnt eru um leppstjórnir Vesturveldanna í seinni tíđ (hugsiđ um t.d. Írak og Afganistan) en hefur reynt, međ dyggri ađstođ bandarískra og amrískra hermanna, ađ halda íslömsku dómstólunum í skefjum. Ţeim hefur ekki tekist ţađ almennilega, en ţeim hefur tekist ađ koma í veg fyrir ađ ţeir komi upp íslömsku ríki.

Íslamskir dómstólar -- íslamskt ríki -- ég er viss um ađ ţađ fer hrollur um ýmsa viđ ađ lesa ţessi orđ. Ekki mundi ég vilja búa viđ sharía-lög, svo mikiđ er víst (ţótt sómölsku íslamistarnir séu víst talsvert slakari á ţví heldur en trúbrćđur ţeirra sums stađar annars stađar). En af tveim slćmum kostum held ég ađ ţađ vćri samt skárra heldur en ástandiđ sem hefur veriđ ríkjandi í Sómalíu undanfarin ár, ţar sem hönd hvers ćttbálkahöfđingjans er upp á móti annarri og samfélagiđ sligađ af glundrođa og gegndarlausu ofbeldi. Svo mikiđ skilst mér líka ađ íslömsku dómstólarnir hafi ţó brotiđ sjórćningjana á bak aftur á yfirráđasvćđum sínum.

Ţađ er ekki gćfuleg byrjun á ríki, ađ fyrst sé gerđ innrás og svo sé komiđ upp leppstjórn sigurvegaranna. Slíkt ríki er ekki lögmćtt í augum ţegnanna og hćpiđ ađ kvislingar fái ađ sitja á friđarstóli. Eins og sakir standa er skásta von Sómalíu bundin viđ íslömsku dómstólana. Siad gamli Barre fór fyrir flokki sem kenndi sig viđ "byltingarsinnađan sósíalisma" en stóđ víst ekki alveg undir nafni. Honum tókst ţví ađ gera sósíalisma tortryggilegan međal Sómala, svo ţađ er varla von á kröftugri sósíalískri ţjóđfrelsis- og byltingarhreyfingu.

Stundum er talađ um Sómalíu sem tilraun í anarkisma. Ţađ er bull og vitleysa og billegt skot á anarkista. Ég veit ekki hvađa anarkisti hefđi látiđ sér detta í hug ađ ţađ gćti orđiđ til frjósamt samfélag upp úr rústunum af klíkuveldi Barres. Nei, Sómalía er ţvert á móti lifandi dćmi um hvernig samfélag verđur ef ţađ er stéttskipt og án ríkisvalds. Ef valdastéttin kemur sér ekki saman um framkvćmdanefnd til ţess ađ einoka valdbeitingu á yfirráđasvćđinu (ţ.e.a.s. ríkisstjórn), ţá logar auđvitađ allt í erjum milli mismunandi hagsmunaađila.

Á međan enginn flokkur er starfandi í Sómalíu, sem getur tekiđ forystu í stéttabaráttunni og stofnađ almennilega sósíalískt ríki og í fyllingu tímans leitt stéttabaráttuna til lykta, ţá verđur ţá mun brćđingur rćningja-, höfđingja- og borgarastéttar halda áfram ađ deila um völdin ţangađ til ţeir koma sér saman um nýtt ríki. Slíkt samkomulag gćti t.d. orđiđ ţannig ađ einn ađili nái yfirhöndinni og hinir gefist upp fyrir honum. Ţađ leit um tíma út fyrir ađ íslömsku dómstólunum mundi takast ţetta. En ţá komu Bandaríkjamenn, beitandi fyrir sig Eţíópíu, og börđu hiđ tilvonandi ríki niđur.


mbl.is Sjórćningjar slepptu egypsku skipi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband