Það var og!

84 milljarðar króna fyrir þjóðnýtingu Glitnis. Það er um það bil kvartmilljón á hvert mannsbarn á Íslandi, ef mér skjátlast ekki. Það verður fróðlegt að sjá hvað almenningur fær fyrir þessa aura.
Það verður líka fróðlegt að sjá hvernig greiðslan fer fram. Ætli ríkið borgi fyrir með hlutabréfum í sjálfu sér? Og hvers vegna er Lárus Welding beðinn um að vera bankastjóri áfram? Var það ekki hann sem sigldi bankanum í strand?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Ja hérna frændi, hvað er nú til ráða. Á að snúa öllu við aftur og láta sem ekkert sé? Hættu nú að snjóa. Með beztu kveðju.

Bumba, 29.9.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Réttast væri að þjóðnýta bankana alla með tölu og í leiðinni önnur fyrirtæki sem ráða úrslitum í hagkerfinu, og endurskipuleggja það svo eftir þörfum fólksins í landinu en ekki peningamannanna.

Vésteinn Valgarðsson, 1.10.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband