Sekt eða sakleysi?

Ég er eiginlega ekki í vafa um að Jaruzelski hefur á réttu að standa, um að hann hafi afstýrt innrás Sovétmanna á sínum tíma. Ef þeir hefðu gert innrás, þá hefði það samt verið þeim sjálfum að kenna, ekki honum -- þannig að það er spurning hvort það dugar til að sýkna hann eða ekki. Er hægt að dæma mann fyrir að gera rangt, ef það afstýrir því að einhver annar geri eitthvað ennþá meira rangt? Nei, mundi ég segja -- en það getur víst verið erfitt að fullyrða hvernig eitthvað hefði orðið ef eitthvað annað hefði verið einhvern veginn öðruvísi. Spurningin er líka mjög stór í þessu samhengi, og almennt þegar stjórnmál og stjórnmálasaga eru annars vegar. Það er hætt við að ansi margir hafi verið dæmdir saklausir -- eða sýknaðir sekir.


mbl.is Jaruzelski: Ég kom í veg fyrir innrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband