Lágmörkum skaðann, látum þá sökkva

Því fastar sem við bindum trúss okkar við bankakerfið og auðvaldskerfið almennt, þess erfiðara eigum við með að losa okkur þegar það sekkur nú eins og myllusteinn. Við eigum auðvitað ekki að skera þá úr snörunni, heldur okkur sjálf, og þeir geta svo sokkið til helvítis með þessar skuldir sínar. Ég tók ekki þátt í góðærðinu og ég kæri mig ekki um að taka þátt í kreppunni. Nú er tími til að segja skilið við auðvaldið, sem hefur hvort sem er ekki gert okkur mikið gagn nýlega, og skipuleggja hagkerfið eins og okkur hentar. Okkur, venjulegu fólki.
mbl.is Ekkert annað að gera en lágmarka skaðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt of margir, stjórnmálamenn og - konur  gera sér ekki grein fyrir ábyrgð
sinni, þegar þeir gefa kost á sér sem alþingismenn þessarar þjóðar.
þeir  hafa því miður, ekki alltaf þroska, vit, og jafnvel ekki vilja til að
vinna að þjóðarheill. Hugsa og hrærast í eigin frama. Hégómagirndin á sér
á oft engin takmörk. Lúsahátturinn er stundum ólýsanlegur. Á sama tíma og
ungt fólk grætur ógæfu sína og að hafa  fæðst á röngum tíma, þá er
alþingiskona að fárast yfir því að einhverjir Íslendingar, sem hugsanlega
hafa enn efni á því að ferðast, geti keypt sér eitt kartonn af sígarettum í
Fríhöfninni. Ekki er nú hugsjónarstuðullinn hár eða markmiðin
mikilfengleg.
Davíð se(i)gðu af þér, þú gerðir þitt besta, það bara gekk ekki. Við hefðum
kanski betur hlustað á þig , þegar þú vildir knésetja "BAUGSVELDIÐ".
Guðni, leyfðu Valgerði að komast að.
Kveðja, Kolbrún
P.S. Jóhanna, þú ert best.

kolbún Bára (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband