Hvernig leysa þeir þetta?

Í þessu tragíska leikriti hlýtur þetta að vera eitthvert heimskulegasta atriðið. Hvaða apaheila dettur í hug að láta íslenska skattgreiðendur ábyrgjast innistæður í Bretlandi fyrir fleiri reikningseigendur en eru á öllu Íslandi? Það verður fróðlegt að sjá hvernig menn krafsa sig upp úr þessari holu, hvort varðskipið Týr verður sent stímandi gegn heimsveldinu eða hvort Geir fer á skeljarnar og grátbiður um grið. Ef bresk stjórnvöld sýna ekki þann drengskap að borga brúsann, þá er ég hræddur um að marga muni þyrsta í blóð.

"Ekki náðist í Björgólf Guðmundsson" þegar átti að spyrja hann hvernig stæði eiginlega á þessu. Björgólfur er ósköp viðkunnalegur maður, svo hans vegna vona ég að æstur múgurinn muni heldur ekki ná í hann ef til þess kemur. Það yrði ófögur sjón.


mbl.is Brown hótar aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björgólfur viðkunnanlegur....þetta snýst nú hvorki um að vera viðkunnanlegur eða vinsæll. Björgólfur hefur auðvitað eins og fleiri ofurlaunamenn gamblað með fé íslenskra skattgreiðenda og allt í lagi að hann þurfi að svara fyrir það. Ég bendi þér á sögulegt samhengi á þessum link.

http://www.youtube.com/watch?v=s8HUyy5qJzw

silla (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 09:42

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég veit vel að þetta snýst ekkert um að vera viðkunnalegur eða ekki, ég meina bara að það væri leiðinlegt að sjá dómstól götunnar hefna sín á honum.

Vésteinn Valgarðsson, 8.10.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband