Það sem á að gera og það sem á ekki að gera

Á Austurvelli eru dagleg mótmæli gegn efnahagsástandinu, klukkan tólf á hádegi. Mætið á morgun og takið vini og ættingja með. Sýnum ráðamönnum að okkur sé ekki sama, að við krefjumst breytinga. Rekum af okkur það slyðruorð, að við nennum aldrei að mótmæla neinu, þótt ekki sé nema í þetta eina skipti.

Ráðamenn þjóðarinnar spóla í sinni eigin for og á meðan sökkvum við dýpra og dýpra. Sumir þeirra tala um Evrópusambandið eins og einhvern Mahómet sem muni leysa málin. Aðrir tala um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, eins og hann muni redda okkur. Þeir sem þannig tala eru greinilega haldnir alvarlegum misskilningi. Þórarinn Hjartarson rekur það í grein dagsins á Egginni:

Náð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er dauði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband