Danahatur

Afganir hafa fullan rétt á því að vera súrir vegna þess hvernig vestrænar ríkisstjórnir hafa leikið þá. En kommon, þetta Múhammeðsteikningamál er fáránlegt.

Yfirreið Abu Labans og Ahmeds Akkari um múslimalöndin hér um árið, með möppu fulla af blöndu af lygi og hálfsannleika, var ljóti grikkurinn. Ef ég hataði Danmörku og fyrirliti danska menningu svona mikið, þá mundi ég ekki nenna að búa þar. (Það er kannski ástæðan fyrir því að Akkari er fluttur til Grænlands?)

Þegar ég var í Egyptalandi í vor, þá varð ég talsvert var við Danahatur þar. Margir sem ég talaði við tjáðu mér andúð sína á Danmörku, vegna Múhammeðsteikningamálsins. Ég maldaði í móinn og benti á að í landi þar sem væri prentfrelsi, væri ekki hægt að sakast við alla þjóðina þótt eitt blað prentaði svona myndir. Ég sagði þeim líka sem er, að mér finnst að Jótlandspósturinn hefði ekki átt að prenta þessar myndir. Tilgangurinn var auðvitað ekkert að láta "reyna á prentfrelsið", heldur að próvókera fólk sem á undir högg að sækja í þjóðfélaginu fyrir. Eftir því sem ég kemst næst hefur Jótlandspósturinn ekki skipað sér í fremstu röð í mannréttindabaráttu hingað til.

Ég sagði Egyptunum líka að þeir væru nú bara amatörar í Danahatri; þeir ættu bara að vita hvernig Íslendingar hefðu hugsað til skamms tíma, eftir nokkurra alda yfirráð og nokkurra áratuga heilaþvott þjóðernissinna.

Í alvöru talað, er ekki búið að reyna að vinda ofan af þessari vitleysu? Ég spurði egypskan blaðamann hvort hann vildi ekki skrifa grein um Múhammeðsteikningamálið. Hann hélt nú síður. Trúði því alveg að þetta væri uppblásið af afturhaldsseggjum, en vildi ekki snerta þetta mál.

Einhver góður maður ætti að taka Ahmed Akkari og Flemming Rose og rassskella þá.


mbl.is Danskir hermenn sérstök skotmörk í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband