Óábyrgur

Þetta er fáránlegt. Ríkisstjórnin er gersamlega rúin trausti. Geir ætti að sjá sóma sinn í því að víkja eins og skot. Síðan ætti að mynda þjóðstjórn sem mundi reka landið fram að kosningum, sem verður að halda sem allra fyrst. Það gengur ekki að á tímum sem þessum sitji ábyrgðarlausir menn við völd og haldi áfram að spóla í sama skítnum. Það voru þeir sem komu okkur í þetta! Geir talar um að einkavæða bankana aftur þegar um hægist, eins og ekkert sé sjálfsagðara! Það á að krjúpa fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og láta hann yfirtaka hagstjórnina! Hvað gengur eiginlega að mönnum!?

Á ekki að "bæta pólitískri kreppu ofan á" efnahagskreppuna? Hér er frétt fyrir Geir: ÞAÐ ER PÓLITÍSK KREPPA!

Vill Geir ekki "kasta frá sér ábyrgðinni"? Hann tímir bara ekki að missa völdin í hendurnar á fólki sem gæti meikað sens. Hann á að axla ábyrgðina með því að skipta um vinnu. Það er snyrtilegra að gera það þannig, heldur en að bíða eftir að æstur múgur dragi hann út á löppunum.

Það er alveg rétt hjá honum að það á ekki að persónugera vandann í Davíð og félögum. Þeir eru ekki rót vandans, heldur það sem þeir hafa gert og ekki gert. Þeir, þ.e.a.s. Davíð og Geir sjálfur og aðrir valdamenn. Það breytir engu þótt þeir víki ef nýir frjálshyggjumenn koma til valda í staðinn. Þeir eiga að víkja fyrir skynsamari mönnum og það eins og skot, og það á að skipta um efnahagsstefnu í landinu.


mbl.is Ekki rétt að boða til kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Amen

Björn Leví Gunnarsson, 23.10.2008 kl. 02:22

2 identicon

Heill og sæll; Vésteinn !

Þakka þér; afburða skírskotun, sem raunsanna mynd, af einni margra viðbjóðslegra hliða, frjálshyggjukapítalismans.

Þar fara saman; skoðanir okkar þjóðernissinna, með þínum skynsamlegu viðhorfum, alfarið.

Með beztu kveðjum, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband