Hver lætur hvern ekki kúga hvern?

Þetta snýst ekki um að "við Íslendingar" þurfum að standa saman gegn "þeim Bretum". Ef við Íslendingar eigum aðs tanda saman, þá þýðir það á mannamáli að við eigum að standa með valdamönnunum hérna, standa með elítunni og ráðamönnunum sem komu okkur í þennan pytt til að byrja með. Við eigum að standa með þeim sem kúga okkur. Það er nefnilega Geir sem er andlit kúgunarinnar. Og hann vill að við kyssum vöndinn.

Við (þá meina ég: við, almenningur í landinu) eigum ekki að hlusta á þetta. Þetta eru blekkingar og við þurfum að sjá í gegn um þær. Friðrik Þór Guðmundsson hitti t.d. naglann á höfuðið þegar hann skrifaði: "Horfum framhjá landamærunum ögn og þá sjáum við að "Íslendingar" rústuðu ekki Icesave og öðrum gylliboðsreikningum. Það gerðu alþjóðlegir áhættu-kapítalistar." Auðmagnið skorðar sig nefnilega ekki við þjóðerni eða ríkisfang og tal um þjóðhollustu á ekki við í þessu samhengi. Það er ekki þjóðhollusta að lúta fyrir auðvaldsherrum og borga skuldirnar þeirra.

Það er meinlaust í sjálfu sér að halda "könnunarviðræður" við Alþjóðagjeldeyrissjóðinn -- svo fremi að niðurstaðan verði að við látum ekki plata upp á okkur láni frá honum. Lesið greinar Þórarins Hjartarsonar um málið, Náð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er dauði og Auðvald og sjálfstæði 2008.

Geir H. Haarde er rúinn trausti og er að makka í bakherbergjum með framtíð þjóðarinnar. Hann ætti að beiðast lausnar á stundinni. Ef hann gerir það ekki ætti Ingibjörg Sólrún að sjá um það. Ef hún gerir það ekki heldur ætti forsetinn að gera það. Nú, ef hann gerir það ekki endar þetta með því að æstur múgur, með kyndla og garðáhöld, afgreiðir málið. Það yrði líklega ósnyrtilegasta leiðin af þessum fjórum.

Það þarf að mynda þjóðstjórn til þess að stýra landinu næstu mánuðina, og það þarf að boða til nýrra kosninga án tafar. Heil kynslóð af stjórnmálamönnum er búin að afhöfða sjálfa sig pólitískt, og þarf að hleypa hæfara fólki að. Þetta er búið spil fyrir þá.


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband