Valdatafl á Hallveigarstíg

Þetta er strategía Samfylkingarinnar:

Kenna Sjálfstæðisflokknum um kreppuna með því að tengja hana við nýfrjálshyggju og Davíð Oddsson. Láta stjórnarandstöðuarm flokksins leika lausum hala og hædjakka mótmælum þannig að Samfylkingin eigi trúverðugleika og talsmenn sem óánægðir taka mark á. Neyða Geir til að bola Davíð frá, en víkja ella og láta Þorgerði Katrínu taka það að sér, svo að alvarlegir brestir komi í Sjálfstæðisflokkinn, jafnvel klofningur. Láta þá eins og helsta ljónið sé úr veginum, rjúfa þá þing og boða til nýrra kosninga þar sem Samfylkingin kæmi út sem langstærsti flokkurinn og gæti deilt og drottnað. Leita þá á náðir Evrópusambandsins um inngöngu, í von um að það leysi vandamál hagkerfisins. Skrifa loks sögubækurnar upp á nýtt.

Hvernig veit ég þetta? Ja, satt að segja veit ég þetta ekki, ég held þetta bara.


mbl.is Aðildarviðræður við ESB strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband