Ekkert samhengi

Samkvæmt þessari frétt er mikið af skrítnu fólki í Grikklandi, sem stundum ræðst á hið opinbera með ástæðulausu ofbeldi.

Ef blaðamaður hefði haft aðeins meiri metnað hefði það kannski fylgt að á Grikklandi er allt á öðrum endanum af stéttaátökum. Verkföll, jafnvel allsherjarverkföll, eru daglegt brauð -- götubardagar og lögregluofbeldi og læti. Fólkið berst fyrir réttindum sem því er neitað um. Sumir grípa til örþrifaráða -- og þá fyrst komast þeir í fréttirnar á Íslandi.


mbl.is Réðust á skrifstofu varnarmálaráðherrans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johann Trast Palmason

Vonum að þetta fari ekki í þennann farveg. En meira en göngur og utipallar á austurvelli er þörf, það er nokkuð ljóst.

Johann Trast Palmason, 5.11.2008 kl. 21:12

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Verðum við eins og Grikkland? Verðum við eins og Albanía? Sómalía? Ég veit það ekki -- en því fyrr sem við, fólkið í landinu, tökum í taumana, þess betra.

Vésteinn Valgarðsson, 6.11.2008 kl. 06:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband