Ég vil pota í naglafötin áður en ég trúi

Ég trúi því ekki að Barack Obama geri Bandaríkin að almennilegu ríki, fyrr en ég sé það.

Það er tvennt gott við kjör hans: Annars vegar er það tímabær sigur að svertingi verði forseti, og getur haft jákvæð áhrif á stöðu svartra og annarra minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Hins vegar verður Sarah Palin ekki með puttann á takkanum næstu árin. Að öðru leyti þarf meira til að sannfæra mig heldur en klisjuræðu og slagorð.


mbl.is Veruleiki draumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viltu meina að MacCain hefði verið ákjósanlegri til að gera Bandaríkin almennilegri? (Hvað er almennilegt ríki? )

Það voru bara tveir kostir í boði og hinn bar með sér, eins og þú réttilega bendir á, að Sarah Palin hefði puttann á takkanum.

Þorvarður Goði (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 06:36

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

McCain? Nei, hann hefði ekki verið betri nema að því leyti að hann hefði líklega flýtt fyrir hruninu og þar með flýtt fyrir upprisunni. Það er álitamál hvort það er kostur eða galli. Minn maður var Jerry White.

Vésteinn Valgarðsson, 6.11.2008 kl. 06:55

3 identicon

ok takk fyrir hlekkinn. Fyrstu sekúndurnar af þessu video segja mér að þessi maður veit helling og virkar sem bráðgáfaður einstaklingur, samt ekki sem leiðtogi.

Þetta er auðvitað bull, þar sem Bush var valinn forseti í sína tíð og getur alls ekki talist leiðtogi, en hann gat á einhvern hátt heillað þá sem kusu hann.

Kannski er ég að segja að White hafi ekki persónulegan sjarma forsetaefnis.

Þorvarður Goði (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband