Mladic

Ratko Mladic þarf varla að kynna.

Fjöldamorðin í Srebrenica eru líklega það sem hann er þekktastur fyrir. Þar drápu Bosníu-Serbar þúsundir Bosníu-múslimskra karla á öllum aldri. Forsagan er sjaldan sögð samt: Vígasveitir Bosníu-Múslima höfðu framið fjöldamorð á Bosníu-Serbum í þorpi einu. Vígamennirnir földu sig meðal fólksins í Srebrenica þegar her Bosníu-Serba mætti á vettvang. Sumir af bosníu-serbnesku hermönnunum voru skyldmenni þeirra sem höfðu verið myrtir, og Mladic sleppti þeim lausum. Í staðinn fyrir að taka mennina fasta og afhenda þá Sameinuðu þjóðunum, þá lét hann skyldmenni fórnarlambanna "sjá um þá". Í staðinn fyrir að verða hetja, þá varð hann stríðsglæpamaður. Hann þarf að svara til saka.

Ég var annars í Belgrad í Serbíu í sumar eftir að Radovan Karadzic var handtekinn. Þar voru mikil mótmæli, sem Radikali flokkurinn hélt. Ég fylgdist með þeim, af forvitni og skrifaði um það: Mótmæli í Belgrad.


mbl.is Telja sig komna á slóð Mladic
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband