Þrír kostir í stöðunni

Það verður ekkert eins og það var áður. Við Íslendingar eigum nú þrjá kosti í stöðunni:

1. Ganga Evrópusambandinu á hönd, afsala okkur stórum hluta fullveldisins og auðlindanna og verða áhrifalaus eða áhrifalítill útkjálki í ólýðræðislegu skrifræðisbákni evrópska auðvaldsins. Sá kostur er hvorki æskilegur né víst að hann sé raunhæfur. Auk þess yrði leiðin út úr vandamálunum vandrötuð, svo ekki sé meira sagt, þótt við skiptum um gjaldmiðil. Þetta er leið sem Samfylkingin vill og stór hluti hinna stjórnmálaflokkanna.

2. Reyna að þrauka þetta sjálf, utan Evrópsambandsins. Þræla undir eigin auðvaldi til að vinna okkur út úr skuldahala sem er bókstaflega ómögulegt að við rísum nokkurn tímann undir. Þótt það mætti semja um eitthvað, þá yrði róðurinn ennþá þyngri og besti árangur sem við gætum vænst er að hér rísi nýtt og sterkara auðvaldskerfi. Þetta er leiðin sem Sjálfstæðisflokkurinn stefnir opinberlega á, a.m.k. ennþá, og VG líka.

3. Að við vinnandi fólk tökum málin í eigin hendur: Leggjum niður auðvaldshagkerfið, breytum ríkisvaldinu þannig að það verði lýðræðislegt, gegnsætt og eins laust við stigveldi og mögulegt er, breytum hagkerfinu á sama hátt, neitum að borga skuldir óreiðumanna, breytum um stjórnarskrá og komum hér á lýðræði, jöfnuði, réttlæti og fyrirhyggju sem leiðarljósum í stjórn landsins.


mbl.is Enginn góður kostur í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

"1. afsala okkur stórum hluta fullveldisins og auðlindanna "

vil reyndar meina að þegar sé búið að því að stærstu leiti. Fullveldi og sjálfstæði eru nefnilega huglæg fyrirbæri.

t.d. er betra að búa við fátækt og eymd í sjálfstæðu sem aðrar þjóðir fyrirlíta fyrir að féfletta sparifjáreigendur annar staðar í heiminum? eða vera áhrifalítill útkjálki í ólýðræðislegu skrifræðisbákni evrópska auðvaldsins og geta búið við einhverrt traust til að stunda viðskipti og endurbyggja hér allt.

Sævar Finnbogason, 13.11.2008 kl. 19:14

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Við þurfum ekkert að búa við fátækt og eymd nema við undirgöngumst hana sjálf. Fátækt og eymd er það sem auðvaldið færir okkur, hvort sem leið 1 eða 2 verður fyrir valinu.

Vésteinn Valgarðsson, 13.11.2008 kl. 19:21

3 identicon

Ég kýs 3.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband