Hvað ber að skera?

Ég vil segja fernt um niðurskurð og hagræðingu í heilbrigðiskerfinu:

1. Það er ekki hægt að skera mikið niður í grunnþjónustu, "á gólfinu". Þar er boginn nú þegar spenntur til hins ítrasta og nær að auka framlög þangað til muna. Lesið Ávarp Lárusar Páls frá 1. nóvember til að skilja hvað ég á við. Aukin framlög kosta ekki peninga heldur spara peninga. Betri mönnun þýðir betri aðhlynning, þar á meðal færri mistök. Betri aðhlynning þýðir að færri þurfa að leggjast aftur inn.

2. Það má hagræða talsvert innan heilbrigðiskerfisins! Svo ég taki dæmi af Landspítalanum, þar sem ég vinn, þá rogast hann með úr sér vaxna yfirbyggingu, mjög dýra og pilsmikla. Ég get ekki metið hvað væri hægt að skera niður mikið þar, en held að það sé talsvert meira en 10%!

3. Einkavæðing er ekki hagræðing. Hún er dýrari og verri. Lesið erindi dr. Allyson Pollock frá því í vor.

4. Nú er ekki tíminn til að lækka launin hjá heilbrigðisstarfsfólki eða segja því upp. Við erum láglaunastéttir sem bárum ekki of mikið úr býtum í þessu svokallaða góðæri. Það erum ekki við sem eigum að fjúka núna. Við erum saklaus af ástandinu og mér er til efs að við tökum stórfelldum niðurskurði þegjandi.


mbl.is Hvar liggja endimörk hagræðingar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband