Bognar já -- en brotnar hún?

Forysta Samfylkingarinnar er ekki að fara að rjúfa samstarfið, einfaldlega vegna þess að hún á engan valkost sem hentar henni jafn vel.

Það er aftur spurning hvað öfl innan Samfylkingarinnar, sem eru ekki ofan á í svipinn, eru að spá. Það er óneitanlega mikil spenna í einum flokki þegar annar endinn vill fyrir alla muni vera í stjórninni en hinn armurinn alls ekki.

Hvað eru kjósendur að segja með því að þyrpast frá Sjálfstæðisflokki til Samfylkingar skv. skoðanakönnunum? Að þeir styðji ríkisstjórnina? Hljómar það ekki afkáralega? Og á maður að trúa því að þingmenn Samfylkingarinnar séu allir svona ánægðir með ástandið? Og vilji halda áfram að hafa Davíð Oddsson í boði Samfylkingarinnar?

Á sama tíma stynur Sjálfstæðisflokkurinn og er við það að rifna líka. Munu einhver öfl innan hans gera miðsvetrarhreingerningu á landsfundinum í janúar?

Ég held að þetta sé "a game of dare" -- hvor hrekkur og hvor stekkur? Annar hvor flokkurinn á eftir að bresta innan frá, bara spurning hvor verður á undan. Báðir flokkarnir hljóta að hugsa hvort það sé ekki réttara að slíta samstarfinu áður en samstarfsaðilinn dettur í sundur. Forysta hvorugs vill slíta því, en bakland Samfylkingarinnar vill það greinilega og bakland Sjálfstæðisflokks er eitthvað að stokkast upp og spurning hvert það fer.

Um leið og annar flokkurinn springur, þá verður stjórnarkreppa og hún endar varla öðruvísi en með kosningum. Það er bara tímaspursmál. Því lengur sem það bíður, þess verr mun það líta út fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og þetta nýja fylgi Samfylkingarinnar er varla traust heldur.

Væri þá ekki snyrtilegast að horfast bara í augu við það og boða strax nýjar kosningar, kannski í febrúar?


mbl.is Segir bresti í stjórnarsamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband