22.11.2008 | 04:51
Hvað ef allir hætta að borga?
Hvað þurfa margir að hætta að borga til að sprengja kerfið?
20%? 40%?
Hætti að greiða af lánum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Skoðið þetta
- Aðalblogg mitt Blogspot-bloggið sem ég lít á sem aðalbloggið mitt
- Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin
- DíaMat DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
- Rauður vettvangur Hugmyndafræðileg móðurstöð íslenskra marxista
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- Friðarvefurinn Samtök hernaðarandstæinga
- Vantrú Vantrú
- SFR SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- ak72
- almal
- andreaolafs
- annabjo
- arikuld
- sjalfbodaaron
- skarfur
- arh
- astan
- asthildurcesil
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjorndarri
- bjorn-geir
- binntho
- bumba
- bus
- austurlandaegill
- eignaupptaka
- einaraxel
- einarbb
- einarolafsson
- elfarlogi
- esbogalmannahagur
- eythora
- fsfi
- folkerfifl
- vidhorf
- hleskogar
- frussukusk
- bofs
- gik
- gurrihar
- gullvagninn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- palestinufarar
- haukurmh
- skinkuorgel
- skessa
- thjodviljinn
- odin
- hedinnb
- hildurhelgas
- himmalingur
- hjaltirunar
- gorgeir
- hjorleifurg
- hlynurh
- kulan
- isleifure
- kreppan
- jenfo
- jensgud
- svartur
- johannbj
- jg
- joiragnars
- johannpall
- islandsfengur
- jonbjarnason
- snjokall
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- julli
- bisowich
- askja
- kiza
- kreppukallinn
- andmenning
- krizziuz
- larahanna
- vistarband
- maggadora
- marinogn
- mariakr
- mortenl
- rust
- nytt-lydveldi
- omnivore
- veffari
- huldumenn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- hafstein
- proletariat
- rafng
- raksig
- fredrik
- raudurvettvangur
- undirborginni
- runarsv
- salmann
- fullvalda
- bjornbondi99
- safi
- siggi-hrellir
- siggith
- zunzilla
- sindri79
- stefans
- ses
- styrmirr
- svanurmd
- stormsker
- ace
- tilkynning
- zerogirl
- torfis
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- belladis
- vantru
- vilhjalmurarnason
- kuba
- yousef
- thjodarheidur
- hallormur
- thorrialmennings
- vivaldi
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorgnyr
- thorsaari
- oernolafs
Athugasemdir
Þá fara lífeyrissjóðirnir á hausinn.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.11.2008 kl. 05:28
Ekki LSR.
Við leggjum lífeyrissjóðakerfið niður og tökum í staðinn upp almannatryggingakerfi. Málið leyst.
Vésteinn Valgarðsson, 22.11.2008 kl. 06:14
Það þarf líka að gæta jafnræðis. Fjölmargir skulda ekki neitt og varla eiga þeir að borga lánin fyrir hina. Margir hafa valið þá leið að leigja í stað þess að kaupa sér íbúðarhúsnæði og eiga þeir þá fyrst að borga leiguna sína og svo lánin fyrir hina sem kunnu sér ekki hóf í lántökum. Gengur ekki upp.
Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 08:37
Verður af einhverjum lánum að borga ef stofnanirnar sem lánuðu hrynja og eru úr sögu? Spyr sú sem ekki veit?
Hins vegar myndi ríkja algjört öngþveiti í þjóðfélagainu og alls óvíst að almannatryggingakerfið yrði starfhæft svo vikum skipti. Á hverju eiga þá öryrkjar að lifa á meðan? Sama held ég að myndi gilda um atvinnuleysisjóð.
Myndi ekki allt verða stjórnlaust í landinu ef þetta væri gert svona?
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.11.2008 kl. 09:33
Það þurfa tíu prósent og þeir vilja ekki breyta gjaldþrota lögunum þú
verður gjaldþrota í tíu ár og lengur ef lögfræðingum hentar það er ástæðan
fyrir því að um fimmtíu þúsund manns fer frá íslandi og kemur aldrei aftur
og miðstéttin borgar og borgar þangað til blæðir henni er svo annt um
kennitöluna sína staðin fyrir að gefa skýt í þetta,hvað ætla þeir að gera við
allar íbúðirnar og bílana útbýta þessu meðal útrásavíkinga en gleyma því að
það verður enginn til að leiga þetta
ADOLF (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 09:43
Ég spyr, er ekki allt stjórnlaust í landinu hvort sem er?
Ég sé fram á að missa íbúðina hvernig sem fer, gæti alveg eins gert það með reisn og hætt að borga strax í dag. Ég sé ekki hvernig hlutir geta orðið verri en þeir eru nú þegar.
Munum mótmælin í dag, skiptum um stjórn, hugsanlega gæti ný stjórn tekið á þessum málum með þeirri alvöru sem þau eiga skilið, ekki sofandahætti hroka, getuleysi og deyfð. Stjórnmál á skerinu snúast fyrst og fremst um samtryggingu um pólitísk völd, þar sem gæðum þjóðfélagsins er dreift eftir tengslum við flokksmenn. Bankarnir voru gefnir fólki sem vitað var að var ekki treystandi fyrir því að reka þá heiðarlega. Samband eigenda bankanna og stjórnmálaflokkanna var með því móti að útilokað var að þar myndi nokkurs aðhalds verða vart.
Mótmælum á götum úti, neitum að borga, finnum allar hugsanlegar leiðir til að láta ekki þetta handónýta fólk halda áfram að kúga okkur. Ég segi handónýtt vegna þess að ef að þetta fólk ætti að spjara sig í þjóðfélaginu myndi það ekki fá vinnu, og ekki getur það stjórnað landinu,,,, það hefur nú sýnt sig. Ergó: handónýtt.
Það er skömm að því að láta jafn lélegar manneskjur sitja yfir sér. Svolítið eins og að tapa fyrir skjaldböku í kapphlaupi. Eða vera sigraður í skák af sjimpansa.
Þetta er frá því snemma 2007: Geir H Haarde um málin sem núna eru komin upp á yfirborðið, er það skrýtið að hann stressist upp við spurningarnar?:
http://www.youtube.com/watch?v=E3zqtGWEc8U
bogi (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 10:01
Bogi, ég þekki þessi spor sem þú ert í.
Ég missti íbúðina fyrir nokkrum árum, öllu heldur seldi ég hana og notaði peningana umfram urðu, sem ekki var ýkja há upphæð, þegar ég sá fram á að geta ekki lengur borgað. Ég gerði það sem þú leggur til, hætti að borga og fór að nota peningana mína til að lifa. Því á þessum tímapunkti hafði ég nýlega gengið í gegnum mikil veikindi og hugsaði með mér að ég vildi heldur nota launin mín til að lifa þokkalegu lífi á þeim en að láta bankana hirða þá af mér.
Síðan hef ég verið á vanskilaskrá. Skuldin var það lítil að það tók því ekki fyrir bankann að gera mig upp, það hefði verið dýrara fyrir þá en að láta Intrum senda mér rukkanir reglulega. Þannig að á þeirri skrá verð ég það sem eftir er, því bréfin frá Intrum fara beint í ruslið. Ég held að ég hefði getað farið fram að vera gerð gjaldþrota, en mér fannst ekki taka því.
Ég leigi ágæta íbúð og hef það bara ágætt. En mitt tilvik var náttúrlega eitt, einstakt tilvik, þó ekki án hliðstæðu, fólk hefur orðið gjaldþrota á öllum tímum. Ég á ekki kreditkort, en ég fékk debetkort hjá bankanum sem ég flutti mig í eftir dálítinn tíma í viðskiptum og svo á ég MasterCard+, sem er fyrirframgreitt kort, þetta fúnkerar bara ágætlega. En vitanlega þýðir ekkert fyrir mig að sækja um lán í bönkum, en ég hef bara heldur ekki neina ástæður til þess að gera það, þar sem ég hef allt sem ég þarf, ég er einhleyp og bý ein, börnin uppkomin. Bíllinn er á nafni sonar míns.
Jæja, þá er ég nú búin að opinbera mína fjárhagslegu stöðu og segja frá því hvernig ég lifði það af að standa í svipuðum sporum og margir í dag. Þó auðvitað hafi staða mín verið léttari að því leyti að ég hafði ekki fyrir öðrum að sjá en sjálfri mér.
Það sem er öðruvísi í dag er fjöldinn. Þannig að ef allir færu þessa leið sem ég fór myndi kerfið hrynja. Kannski reynir á það, það kemur í ljós.
Eitt er víst að ef lífeyrissjóðirnir hrynja mun verða bágt ástand hjá mér, þar sem ég byggi lífsafkomu mína á þeim í dag, en ég fór á örorku fyrir nokkrum árum síðan. Kannski myndi þetta þó ekki hafa áhrif á TR, og framlag hennar yrði hækkað að einhverjum hluta í samræmi við það sem ég myndi missa í innkomu frá lífeyrissjóðum sem ég fæ úr, það tel ég sennilegt.
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.11.2008 kl. 10:30
Björn: Ef sumir eru í verri málum en aðrir og fólk græðir misjafnlega mikið á því að öllum sé tryggður sómasamlegur ellilífeyrir, þá verður bara að hafa það. Sumir létu plata sig, aðrir ekki, en allir ættu að njóta sömu mannréttinda að geta lifað í ellinni.
Bogi og Gréta: Ef maður sér fram á að missa íbúðina hvort sem er, þá sé ég ekki hvers vegna maður ætti að halda áfram að henda í hana peningum. Það er eins og að henda peningum inn í brennandi hús í von um að eldurinn slokkni.
Vésteinn Valgarðsson, 22.11.2008 kl. 12:37
Við sem höfum lagt fé í lífeyrissjóðina þurfum að ekki að hlýta svona grunnum tillögum og viljum ekki.
Lífeyrissjóðirnir eiga fé sem má jafna við olíusjóð Norðmanna og því fé hendum við ekki fyrir björg til bjargar fáeinum úr vanda sem þeir hafa sjálfir komið sér í.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.11.2008 kl. 13:09
Lífeyrissjóðirnir fara á hausinn ef auðvaldið fer á hausinn. Þeir binda hagsmuni venjulegs fólks við hagsmuni verðbréfamarkaðarins og blása hann upp með sparifé almennings. Verðbréfamarkaðurinn hrynur reglulega -- það má alveg reikna með að hann hrynji a.m.k. einu sinni á venjulegri starfsævi. Lífeyrissjóðirnir geta þannig virkað eins og fjötur um fót á lífskjörum eldra fólks. Það er hættulegt, rangt og óþarft.
Vésteinn Valgarðsson, 22.11.2008 kl. 13:33
Ég ætla að bæta því við fjárhagslega hrakfallasögu mína að skuldirnar sem settu mig á hausinn voru til komnar vegna þess að ég skrifaði upp á fyrir aðila sem ég treysti, en sýndu sig síðan að vera alls ekki þess trausts verðir. Síðan bættust veikindin við.
Það kom að því að ég sló í borðið og sagðist ekki borga neitt framar, þegar ég sat fyrir framan þjónustufulltrúa sem lagði fyrir mig áætlun þar sem hann gerði ráð fyrir að ég framfleytti mér á 30.000 krónum á mánuði!
Þá stóð mín upp, sagði nei, ég borga ekki, lét loka öllum reikningum sínum í þeim banka og stofnaði sparisjóðsbók í annarri bankastofnun. Það er nefnilega ekki hægt að neita manni um að gera það, þó maður skuldi.
Svona var nú þetta! Þá vitið þið það.
Ég er sammála Vésteini um það að lífeyrissjóðirnir eiga ekkert með að gambla með framlög fólks til sjóðanna með ótryggum verðbréfaviðskiptum. Það getur reynst stórhættulegt, eins og best sést núna.
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.11.2008 kl. 18:18
Ég óska engum þess að þurfa að framfleyta sér fyrir 30.000 kr. á mánuði. Gréta, þú virðist ekki hafa getað gert neitt í því að þetta færi svona. Hrakin út á grýtta leið í lífinu, en sagðir stopp. Ég hef fullan skilning á þeirri afstöðu. Sjálfur forðast ég að lenda í henni -- en það þýðir líka að ég skrifa ekki upp á neitt, skulda ekki neitt og á ekki neitt.
Vésteinn Valgarðsson, 24.11.2008 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.